fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Meirihluti þjóðarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju – Hæsta hlutfallið meðal stuðningsmanna Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju.         Mynd/ skodun.is

Ný könnun Maskínu og Stundarinnar leiðir í ljós að rúmlega 55% þjóðarinnar vilja aðskilnað ríkis og kirkju, en 22% eru honum mótfallnir. Um 23% eru í meðallagi hlynntir, eða andvígir. Frá þessu greinir á vef Stundarinnar.

Fólk á aldrinum 18-29 ára er mun líklegra til að vilja aðskilnað, eða 75%. Aðeins 8,6% fólks á þessum aldri vill ekki aðskilnað.

Í hópi 60 ára og eldri vilja 40% aðskilnað en 34,8% eru andvígir.

Þegar horft er til búsetu, eru 64,4% höfuðborgarbúa hlynntir aðskilnaði. Nágrannasveitafélög Reykjavíkur eru nokkuð hlynnt, eða 52,9 prósent. Á Suðurlandi og Reykjanesi eru 46,9% íbúa hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju.

Á Norðurlandi eru 37.5% hlynntir aðskilnaði. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hlutfallið 56,5% íbúa sem hlynntir eru aðskilnaði og á Austurlandi eru 47,8% hlynntir.

Þegar flokkað er eftir stjórnmálaskoðunum kemur í ljós að 89% Pírata eru hlynntir aðskilnaði og aðeins um 6% andvígir.

Dæmið snýst við hjá Miðflokknum, aðeins 19,4% eru hlynntir aðskilnaði en 39,5% eru andvígir.

Hjá Vinstri grænum vilja 75,5% aðskilnað ríkis og kirkju.

Kjósendur Viðreisnar eru í 70,1 prósenti, fylgjandi aðskilnaði.

Af Samfylkingarfólki vill 62,3% aðskilnað.

Samtals 23,7% stuðningsmanna Flokks fólksins vilja aðskilnað ríkis og kirkju.

Hjá kjósendum Framsóknarflokksins vilja 26,3% aðskilnað.

Þá vilja 37,4% kjósenda Sjálfstæðisflokksins aðskilnað ríkis og kirkju.

 

Síðast spurði Maskína um afstöðu fólks til aðskilnaðar ríkis og kirkju árið 2015 en þá sögðust 49% landsmanna hlynntir aðskilnaði. Segir í frétt Stundarinnar, að það sé ekki marktæk breyting frá ofangreindri könnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna