fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

„Björgunarsveitirnar ekki sérstakir varðhundar flugelda“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. desember 2018 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Afrakstur af flugeldasölu björgunarsveita er ekki „handa björgunarsveitum“ heldur til þess að hægt verði að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnaviðbragði í landinu,“ segir Smári Sigurðsson, formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar í áramótakveðju sinni.

Það styttist í áramót og líkt og mörg fyrri ár er umræðan um flugelda, flugeldasölu, áhrif þeirra á umhverfið og mögulegt bann þeirra orðin hávær í umræðunni manna á milli, bæði í raunheimum og á samfélagsmiðlum. Færslur um hvort Landsbjörg eða aðrir flugeldasalar muni bjarga flugeldakaupanda úr mögulegum háska eru einnig áberandi, sem og skot á þá sem hyggjast ekki styrkja Landsbjörgu með flugeldakaupum.

Segir Smári björgunarsveitir ekki vera sérstaka varðhunda flugelda, en munu eftir megni verja ávinningnum sem fer í verkefnin sem sveitirnar leysa af hendi.
„Við höfum ekki fundið aðra leið til fjármögnunar. Það þarf að skoða báða enda tommustokksins þegar rætt er um afleiðingar flugelda, ræða kostina og gallana, og hvar hagsmunirnir eru meiri eða minni. Fjármögnun viðbragðs björgunarsveita er ekki einkamál sjálfboðaliðanna að leysa.“

Samfélagið yrði brothættara nyti sjálfboðaliða Landsbjargar ekki við

„Það má treysta því að klukkan gengur og að sama skapi standa félagar mínir í björgunarsveitunum vaktina 24/7 sem endranær. Mikið hefur mætt á okkar fólki og þau víða komið við á árinu. Samfélagið yrði brothættara ef þeirra nyti ekki við,“ segir Smári og segir stuðning landsmanna við björgunarsveitirnar jafnmikilvægan og stuðning þeirra við samfélagið.

Flugeldasalan hefur ávallt verið stærsta fjáröflun Landsbjargar, sem einnig selur Neyðarkallinn í nóvember ár hvert og er aðili að Íslandsspilum. Nýtt verkefni, Skjótum rótum, var kynnt núna í desember og geta landsmenn keypt græðling á öllum sölustöðum Landsbjargar. Einnig er Bakvarðasveitin mikilvægur hlekkur í starfsemi félagsins.

Hugmynd Rakelar til styrktar Landsbjörgu var fljót að Skjóta rótum

„Til þessa hefur ríkt ágæt sátt um samstarfið þar sem íbúar og fyrirtæki í hverju sveitarfélagi hafa lagt björgunarsveitinni lið og á móti eru sjálfboðaliðarnir til í að leggja heilmikið á sig til að gera landið byggilegra:“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða