fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Allt vinstri mönnum að kenna?

Egill Helgason
Mánudaginn 17. desember 2018 05:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um Klausturmálið er komin út í móa. Sigmundur Davíð segir að allt öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef þetta hefðu verið vinstri menn. Svo kemur Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari og tekur í sama streng,  að þetta sé allt meira og minna vinstri mönnum að kenna,  og Gunnar Bragi stekkur til og deilir því á Facebook. Hann er semsagt ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera í fríi frá þingmennsku.

 

 

Málið hefur verið leitt niður í hefðbundnar skotgrafir – og má vel vera að viðbrögð t.d. Samfylkingarinnar eigi líka einhvern þátt í því. En það er ljóst að ýmsum hentar ágætlega að haga málum svona. Eva Hauksdóttir, sem stundum kallar sig norn, reifar ýmsar hliðar Klausturmálsins í beittum texta sem hún birtir á Facebook. Eins og Eva bendir á eru álitamálin margvísleg.

Mér finnst upptakan fullkomlega réttmætt í þessu tilviki en mér finnst að sama skapi stórfurðulegt að fólk sem er ánægt með hana sjái ekki gráa svæðið og telji bara enga þörf á að ræða það hvort og að hvaða marki sé réttlætanlegt að rjúfa friðhelgi fólks á þennan hátt. Og jafn klikkað finnst mér að sjá þá afstöðu sumra að friðhelgi einkalífs nái til játninga á pólitískri spillingu.

Það er full ástæða til að hneykslast á því sem sagt var en mér finnst líka undarlegt að fólk setji ekkert spurningarmerki við samfélagsumræðu sem á köflum er síst skárri en það sem fram fór á barnum. Hvað þá upplestur Borgarleikhússins – og vilji ekki einu sinni ræða það hvort sé æskilegt að opinberir aðilar taki þannig á málum. Það er svo alveg jafn bilað að líta á uppljóstrarann sem stóra vandamálið.

Og þótt sé augljóslega óþægilegt að frétta af kynórum samstarfsmanna gagnvart öðrum starfsmanni ásamt vænum slurk af mannfyrirlitningu, þá er dramatíkin í yfirlýsingum um „raunverulegan ótta á Alþingi“ og að þingið sé nánast óstarfhæft út af þessu máli, beinlínis kjánaleg. Það er eins gott að fólk sem verður nánast óvinnufært vegna svona uppákomu verði ekki fyrir alvöru áföllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar