fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Eyjan

Katrín segist ekki hafa vitað af skipan Geirs fyrirfram

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. desember 2018 16:30

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sendi í dag frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún segir það rangt hjá Gunnari Braga Sveinssyni í Klaustursupptökunum,  að hún hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra Í Washington árið 2014. Þá neitar hún einnig fyrir að hafa vitað um skipan Geirs fyrirfram.

Í upptökunum sagði Gunnar Bragi að VG-kjarninn hefði orðið brjálaður þegar hann skipaði Geir H. Haarde sem sendiherra og Árna Þór Sigurðsson einnig, til að draga athyglina frá skipan Geirs:

„VG-kjarninn varð brjálaður en hún Katrín sagði ekki orð vegna þess að ég átti fund með henni ogþar sem ég tryggði að hún myndi ekki segja neitt.“

Katrín segir að það rangt sé hjá Gunnari Braga að hún hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs sem sendiherra sem og að hún hafi vitað af því fyrirfram:

„Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu. Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál. Það er líka rangt að ég hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrirfram. Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir,“

segir Katrín.

Gunnar Bragi sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 eftir að upplýstist um málið, að hann hafi verið að segja ósatt á Klaustur bar. Deilt er um trúverðugleika þeirrar skýringar.

Þá sagði hann síðar að hann hafi hringt í Bjarna Benediktsson og beðist afsökunar á þessu ósannsögli sínu. Hefur Bjarni sjálfur sagt að Sjálfstæðisflokkurinn skuldi engum neitt vegna skipunar Geirs, líkt og Gunnar ýjar að í upptökunum og að enginn óeðlilegur þrýstingur hafi verið settur á Framsóknarflokkinn eða Gunnar Braga, um að skipa Geir.

Ekki hefur náðst í Gunnar Braga til að spyrja hann að því með hvaða hætti hann hafi tryggt að Katrín segði ekki neitt um málið, á fundi þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup