fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Skrifstofur, verslunarrými, fleiri veitingahús – jafnvel pláss fyrir nýja mathöll?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. október 2018 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því er greint í Morgunblaðinu í dag að Hitt húsið muni flytja úr Pósthússtræti þar sem það hefur haft aðsetur næstum tvo áratugi. Hitt húsið er félagsmiðstöð ungs fólks, þar fer fram margvísleg starfsemi eins og sjá má á vefsíðu þess.  Í kringum Hitt húsið hefur ætíð verið litskrúðugt og skemmtilegt mannlíf –  alveg í hjarta miðbæjarins, á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.

Þetta eru sögufrægar byggingar, Pósthússtræti 3 og 5.  Annað þeirra hefur hýst pósthúsið í Reykjavík í meira en hundrað ár. Nú er pósturinn að hverfa þaðan. Hitt var byggt sem barnaskóli en var síðan lögreglustöð um árabil.

Nú er fasteignafélagið Reitir orðið eigandi þessara bygginga. Hitt húsið er að missa leiguna og hverfur á braut með starfsemi sína – og allt unga fólkið.

Þá er von að maður spyrji – hvað kemur í staðinn? Vonandi eitthvað skemmtilegt – sem hæfir þessum merku byggingum.

Svarið er að finna í auglýsingu sem birtist á internetinu á ensku. Þar er sagt að hægt verði að leigja húsnæði þarna frá árinu 2019 – og sérstaklega nefnt að þarna verði skrifstofur, verslunarrými og pláss fyrir veitingasölu.

Enginn hefur enn nefnt mathöll – en það gæti komið að því.

Eitthvað segir manni samt að ekki verði mikill skortur á plássi undir skrifstofur, verslanir og veitingastaði í bænum á næstu árum. Væri kannski hægt að kalla eftir betri hugmyndum? Lyfta þessu á hærra plan?

Annars er margt að gerast í Pósthússtrætinu. Ólafur Teitur Guðnason setti þessa mynd á Facebook og heldur því fram að hún sé raunveruleg. „Benedorm“ – er það komið til að vera?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki