fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Hrólfur segir að Dagur hafi ekkert vitað: „Það er alveg á hreinu“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 19. október 2018 09:20

Dagur B. Eggertsson, Hrólfur Jónsson, Vigdís Hauksdóttir og frægasti braggi á Íslandi. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrólf­ur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar, fullyrðir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi ekkert vitað af því að braggaverkefnið í Nauthólsvík væri farið fram úr áætlun á undan öðrum borgarfulltrúum. Samkvæmt kostnaðarmati frá 2015 átti verkefnið í mesta lagi að kosta 158 milljónir, þegar málið kom upp á yfirborðið í ágúst síðastliðnum kom í ljós að kostnaðurinn er kominn yfir 400 milljónir. DV hefur í vikunni birt reikninga upp úr bókhaldinu sem sýna nákvæmlega fyrir hvað Reykjavíkurborg var að greiða fyrir í tengslum við verkefnið.

Sjá einnig: DV birtir allt braggabókhaldið

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fullyrti í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að borgarstjóri hefði vitað af framúrkeyrslunni: „Það er enginn að segja mér að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi ekki vitað af þessari hundraða milljóna framúrkeyrslu við framkvæmdirnar við braggann sem við sitjum núna inn í, enda var farið að krukka í málið á síðasta kjörtímabili. En það átti bara að halda pottlokinu á lengur, bæði yfir þessu máli og fleiri stórum málum sem hafa verið að krauma undir yfirborðinu.“

Hrólfur Jónsson var stjórnandi hjá Reykjavíkurborg í rúma þrjá áratugi og var yfir skrifstofunni sem stýrði verkefninu frá því að ráðist var í það árið 2015 þangað til í apríl á þessu ári, starfar hann nú sem fram­kvæmda­stjóri Vís­indag­arða Há­skóla Íslands, sem verið að byggja í Vatns­mýri. Hann sagði í gær að hann bæri ábyrgð á því að láta ekki kjörna fulltrúa vita að verkefnið hefði farið svo langt fram úr áætlun.

Sjá einnig: Æsingur í Efstaleiti:„Ég ber ábyrgð“ – „Núna er einhver snitselumræða í gangi!“

Hrólfur starfaði í Ráðhúsinu en hann fullyrðir í samtali við Mbl að borgarstjóri og borgarfulltrúar hafi ekki frétt af framúrkeyslunni fyrr en í ágúst síðastliðnum. „Það er al­veg á hreinu. Hon­um var ekki ljóst hvernig þessi staða var,“ segir Hrólfur. Segir hann einnig að málið sé eins og heit kartafla sem kastað sé á milli aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur