fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Dræm sala á lúxusíbúðum – en viltu búa við hliðina á Beckham-hjónunum?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. október 2018 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að lúxusíbúðir sem byggðar hafa verið í miðborg Reykjavíkur seljist mjög illa. Eftirspurnin er einfaldlega sáralítil. Þegar hið svonefnda Hafnartorg var í byggingu var reynt að höfða til þess að íbúðirnar væru heppilegar fyrir ríkt erlent fólk sem  „pied-à-terre í hjarta borgarinnar“. „Pied-à-terre“ er franska, en þetta hefur orðið alþjóðlegt hugtak um húsnæði þar sem fólk sem býr annars staðar getur tyllt niður fæti svona þegar því þóknast.

Mikið hefur reyndar verið um það undanfarin ár að efnaðir Kínverjar kaupi sér fasteignir í borgum. Þeir eru ekki að leita að húsnæði til að búa í, heldur kaupa einungis í fjárfestingarskyni. Þeir hafa engan áhuga á fasteignunum sem slíkum, búa ekki þar og leigja heldur ekki út – íbúðirnar standa einfaldlega tómar. Einhver brögð munu hafa verið um þetta hérna.

Í gær birtist fréttin sem sjá má hér að ofan á Mbl.is. Nú má spyrja hvort einhver flugufótur sé fyrir þessu og fólk rjúki þá til og kaupi íbúðir til að geta verið nágrannar Beckham-hjónanna? Getur maður búist við að rekast á David þar sem hann kaupir sér kex og flögur í10/11? Eða hvort þetta sé einungis orðrómur sem er ætlað að reyna að glæða áhuga á dýrum fasteignum sem ekki ganga út?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn