fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Björn Bjarnason segir borgarlínuumræðu „smjörklípu yfirvalda“ til að fela stjórnleysið

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Björn Bjarnason, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir umræðuna um borgarlínuna „hallærislega“ og vitnar þar sérstaklega í leiðara Fréttablaðsins í dag, eftir Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, sem hann segir „nöldur í garð Sjálfstæðisflokksins og tilraun til að niðurlægja hann vegna fyrirhugaðs leiðtogakjörs innan flokksins um borgarstjóraefni.“

 

 

 

 

Segir Björn að fáir þurfi að undrast minnkandi áhuga fólks á þátttöku í stjórnmálum, þegar skrifað er um stjórnmál á eftirfarandi hátt, sem hann segir hámark hneykslunar aðaðritstjórans:

„Fortíðardraugur úr borginni, Björn Bjarnason, stakk meira að segja upp á því að Framsóknarmaðurinn Frosti Sigurjónsson yrði dreginn á flot.“ (Úr leiðara Fréttablaðsins)

Um þetta segir Björn einnig:

„Vandi Reykvíkinga er einmitt sá að til forystu hefur valist fólk sem hefur ekki vald á að stjórna borginni: skuldir eru hærri en skiljanlegt er, sorphirða er léleg, vandræði við rekstur leikskóla og grunnskóla, húsnæðislausum fjölgar, skömmtun á byggingarlóðum, mengunarmál úr böndum, húsakostur orkuveitu í molum, öfgastefna í umferðarmálum o.s.frv, o.s.frv – svo að ekki sé minnst á borgarlínuna.“

Björn segir ennfremur að niðurstaða ritsjórans sé sú að borgarbúar vilji halda áfram á sömu braut:

 

“…kröfurnar eru engar og aðhaldið ekkert. Niðurlægingu höfuðborgarinnar er fagnað af því að hún er talin koma Sjálfstæðisflokknum illa þótt hann beri ekki ábyrgð á henni. Þótt borgarlína verði til umræðu fyrir kosningar í vor er ólíklegt að nokkuð gerist vegna hennar á næsta kjörtímabili. Minni á að fyrir kosningar árið 2002 var mikið rætt um Sundabraut – hvar er hún 2018? Eða lokun Reykjavíkurflugvallar sem einnig var hitamál árið 2002? Borgarlína kann að vera smjörklípa yfirvalda til að draga athygli frá stóra vandanum í Reykjavík, stjórnleysinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis