fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi í báðum löndum og verið er að stækka flugvellina í Nuuk og Ilulissat ásamt því að byggja þrjá nýja flugvelli.  

Katrín og Kielsen ræddu einnig umhverfis- og loftslagsmál, þar með talið bráðnun jökla, súrnun sjávar og plastmengun í hafi. Málefni norðurslóða og komandi formennska Íslands í Norðurskautsráðinu árið 2019 komu einnig til umræðu. Þá kom Kielsen á framfæri þakklæti Grænlendinga fyrir sýndan stuðning Íslands og íslensks samfélags í kjölfar náttúruhamfara á Grænlandi sumarið 2017.   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt