fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Rangfærslum biskups svarað: DV stendur við fréttaflutning sinn


Agnes M. Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfjöllun DV um barnaníðingsmál sem var gert upp innan Þjóðkirkjunnar hefur vakið mikla athygli. Það var árið 2015 sem gerandinn, séra Þórir Stephensen, fyrrverandi Dómkirkjuprestur, gekkst við brotum sínum á fundinum en hefur síðan fengið að koma fram í kirkjulegum athöfnum, predikað og tekið í hendur á mektarmönnum, íslenskum og erlendum. Þrír biskupar hafa vitað um málið og kirkjan verið í mikilli vörn, enda sýnir þetta mál og önnur hvernig kirkjan hefur endurtekið brugðist skyldu sinni gagnvart skjólstæðingum, sópað undir teppið, falið og neitað að horfast í augu við vandamál sem upp koma. Þess í stað er gerendum hampað eins og mál Þóris Stephensen sýnir glöggt. Alvarleg kynferðisbrot Þóris voru þó aldrei aðalatriðið í umfjöllun DV þótt ekki hafi verið hjá því komist að fjalla um þau brot sem hann viðurkenndi á umdeildum sáttafundi. En Þórir Stephensen baðst afsökunar, hann sagði einnig í viðtali við DV hann sæi eftir því sem hann hafði gert og slíkt hið sama gerði hann í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Eftir umfjöllun DV birti biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, grein á Facebook-síðu sinni. Þar sagði Agnes að kirkjan myndi taka gagnrýni til sín. Kirkjan á þó enn eftir að biðjast einlæglega afsökunar á sínum þætti í þessum sorglega máli. Agnes hefur þó tekið eitt skref í þá átt.

„Í umfjöllun sinni gagnrýnir DV, að kirkjan hafi ekki tekið fastar á þessu gamla máli. M.a. er gagnrýnt að gerandinn skuli ekki útskúfaður úr kirkjulegu starfi, að honum sé boðið að mæta til viðburða sem allir fyrrverandi prestar eru boðnir til o.s.frv. Slíka gagnrýni tökum við til okkar.“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Í grein biskups og í málflutningi annarra í samtali við aðra fjölmiðla er að finna ýmsar rangfærslur.

Samkvæmt heimildum DV ríkir ekki sátt innan kirkjunnar um hvernig staðið var að sáttafundinum á skrifstofu biskups árið 2015. Bæði DV og Stundin hafa greint frá því að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi gagnrýnt það verklag að biskup Íslands hafi aðkomu að málum sem koma inn á borð fagráðs Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. DV hefur rætt við starfsmenn kirkjunnar sem gagnrýna framgöngu biskups í málinu. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni vegna ótta um að það bitnaði á þeim í starfi. Þótti mörgum heimildarmönnum innan kirkjunnar með ólíkindum að Þórir væri enn að fá verkefni innan kirkjunnar eftir að hafa, á skrifstofu biskups, játað skelfileg kynferðisbrot.

Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 á mánudagskvöld:

„ … Út af þessu broti sem framið er áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar en er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Það er því spurning hvernig eigum við að bregðast við þegar að enginn veit af þessu. Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt.“

Óheppileg gleðiganga

Þórir Stephensen fékk sérstakar þakkir fyrir að leiða atriði í Gleðigöngunni

Kirkjan hefur nefnt þetta oftar en einu sinni. Þórir hafi ekki verið starfandi prestur þegar hann framdi sín kynferðisbrot og hafi verið hættur þegar þau voru fyrst tilkynnt formlega árið 2010. Þá er rétt að árétta að sáttafundur var haldinn árið 2015. Það er rétt að Þórir var ekki starfandi prestur þegar þetta var, hann var hins vegar í guðfræðinámi, að búa sig undir að starfa fyrir kirkjuna. Og þá komum við að því sem fólki þykir einkennilegt og það er að Þórir Stephensen hafi verið beðinn um að koma fram fyrir hönd kirkjunnar opinberlega við hin ýmsu tækifæri. Hann hefur predikað og orð hans hljómað í Ríkisútvarpinu. Honum var boðið að vera við vígslu í Skálholti. Árið 2016 tók hann þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar og gekk þar fyrir þeirra hönd í gleðigöngunni. Án efa hefur Þórir sinnt fleiri verkefnum.

DV hafði samband við Evu Björk Valdimarsdóttur, formann æskulýðsstarfs Þjóðkirkjunnar og héraðsprest í Reykjavíkurprófastadæmi vestra, vegna þátttöku Þóris í Gleðigöngunni. Sagði hún að Þóri hefði ekki verið sérstaklega boðið. Aðspurð hvort það hafi verið slæmt að Þórir Stephensen hafi gengið með hópnum, svaraði hún: „Mér finnst það slæmt að hann hafi gengið með okkur. Þetta er óheppilegt.“

Einnig spurði blaðamaður DV hvort það hefði ekki verið æskilegt fyrir hana sem formaður æskulýðsstarfs Þjóðkirkjunnar, sem sinnir barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar, að vita af því að Þórir hefði játað kynferðislega misnotkun á 10 ára barni, svaraði hún: „Jú, það hefði verið betra að vita af þessu.“

Einnig var Þórir Stephensen með predikun í 220 ára afmælismessu Dómkirkjunnar. Í samtali við DV sagði Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, að það væri hefð fyrir því að elsti fyrrverandi dómkirkjuprestur predikaði. Aðspurður hvort það hefði ekki verið gott að vita af því að Þórir Stephensen hefði játað kynferðisbrot gegn barni áður en ákveðið hefði verið að bjóða honum að vera með predikun, sagði Sveinn: „Jájá, það hefði ekki verið verra að vita það, það er auðvitað ömurlegt að hafa ekki fengið að vita þetta.“

Blaðamaður DV reyndi ítrekað að hafa samband við Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélagsins, til að fá viðbrögð við yfirlýsingu biskups vegna kynferðisbrota Þóris Stephensen, en án árangurs.

DV stendur við umfjöllun sína

Eftir að upp komst um níðingsverk Helga fékk hann ekki að starfa áfram innan kirkjunnar.

Í yfirlýsingu biskups gagnrýnir hún DV fyrir að hafa pantað viðtal á fölskum forsendum ásamt því að segja að blaðamanni hafi verið heitt í hamsi. Agnes er í sínum pistli að vitna til leiðara ritstjóra og segir að engum hafi verið hent út, að varðhundar hafi ekki verið til staðar og enginn hafi hrópað. Eftir á að hyggja kvað ritstjóri of fast að orði í leiðara um upplifun sína eftir að hafa hlustað á upptöku af fundinum. Í stað þess að hrópa má segja að rómur hafi verið hækkaður og í stað þess að vera hent út hefði verið réttara að segja að blaðamanni hefði verið vísað út. Aðstoðarmenn biskups voru til staðar, bönkuðu þar í borð og hurðir um leið og spurt var um mál Þóris. DV kom ekki á skrifstofu biskups á fölskum forsendum. DV á eftir að birta viðtal við Agnesi um stöðu kirkjunnar á 21. öld og bíður það betri tíma. DV stendur við fréttaflutning sinn af viðtali við biskup, hefur upptöku af viðtalinu sér til stuðnings og mun birta hana opinberlega til að sanna mál sitt ef þarf.

Það er hins vegar tilefni til að klappa Agnesi á bakið fyrir að taka gagnrýnina til sín og ætla að bæta vinnubrögð á Biskupsstofu. Það voru því nokkur vonbrigði að verða vitni að því þegar formaður fagráðs virtist í nokkru ójafnvægi og spurði í fréttatíma hvernig ætti að bregðast við þegar enginn vissi af þessu. Það er bara ekki rétt. Það vissu þrír biskupar af alvarlegum ásökunum í garð séra Þóris. Og telur blaðamaður að hann tali fyrir hönd flestra í samfélaginu þegar hann segir að Þórir hefði ekki átt að fá verkefni á opinberum vettvangi fyrir hönd kirkjunnar eftir að hafa játað barnaníð. Árið 2010 kom í ljós að annar prestur, Helgi Hróbjartsson, hefði misnotað unga drengi. Þar var tekin rétt ákvörðun og Helgi fékk ekki að starfa aftur fyrir kirkjuna hér á landi. Að Þórir, sem hafði viðurkennt sín brot, hefur komið fram fyrir hönd kirkjunnar er með ólíkindum. Þegar manneskja viðurkennir barnaníð leyfum við henni ekki að predika yfir fórnarlambinu og ættingjum þess í útvarpi allra landsmanna. Svo einfalt er það nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi