fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Eyjan

Máski eru Þingvellir ekki endilega staðurinn til að fagna fullveldisafmæli – heiðursgesturinn Pia Kjærsgaard

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ísland varð fullvalda hímdi veik og köld þjóð fyrir utan Stjórnarráðshúsið neðst við Arnarhól. Það var 1. desember. Árið 1918 hafði verið kaldasti vetur í manna minnum, það var drepsótt í landinu og Katla hafði spúð eldi og eimyrju yfir landsmenn. Heimsstyrjöld sem hafði í för með sér alls kyns skort var nýlokið. Það er reyndar merkilegt að tveir stærstu áfangarnir í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga voru teknir undir lok heimsstyrjalda.

Ljósmyndin frá þessum degi er einhver merkasta heimild Íslandssögunnar gervallrar. Það er verið að fagna gleðilegum tímamótum, en yfir myndinni er drungi. Maður veltir fyrir sér hvað fólkið var að hugsa?

1918 er mjög sérstakt ár í Íslandssögunni. En þarna urðu Íslendingar semsagt fullvalda, fengu ráð yfir sínum málum þótt ennþá væru þeir í konungssambandi við Dani.

Það eru hundrað ár síðan. Þessa er minnst með ýmsum hætti. Það hafa til dæmis verið mjög skemmtilegir þættir á Rás 1 sem nefnast R-1918. En svo er annað sem virkar ekki eins vel. Það er til dæmis ekkert sérlega snjöll hugmynd að hafa sérstaka hátíðarsamkomu Alþingis á Þingvöllum. Mætti jafnvel segja að það sé smá kúltúrsnautt val.

Menn hafa kannski heykst á því að boða til stórrar hátíðar á Þingvöllum, þær tíðkuðust mjög á síðustu öld, en hinar síðustu, lýðveldishátíðin 1994 og kristnitökuhátíðin 2000, þóttu ekki takast sérlega vel.

Þannig að þjóðinni er ekki stefnt á Þingvelli í þetta skiptið, heldur bara alþingismönnum. En þá er þess að gæta að Þingvellir eru ekki ýkja nátengdir fullveldinu 1918. Auðvitað voru Þingvellir miðlægir í hugum sjálfsstæðissinna, en 1918 var hugmyndabaráttan farin að færast meira inn í bæina, Þingvallafundunum svokölluðu var farið að fækka mjög.

Að þessu leytinu hefði í raun verið alveg jafn gott að setja upp fund Alþingis á blettinum fyrir framan Stjórnarráðið – það hefði verið bein tilvísun í þennan undarlega dag árið 1918.

Og hina frægu mynd sem sést hér að ofan.

Svo er verið að finna að ýmsu varðandi framkvæmdina á þessu afmæli. Það virðist dálítið mikið af hæpnum hugmyndum hafa sloppið í gegn. Til dæmis það að fara að styrkja sérstaklega útgáfu bóka Hins íslenska bókmenntafélags. Önnur bókin, sem fjallar um Þingvelli og myndlist, kemur afmælinu mjög lítið við, hin bókin, sem á að vera bókmenntasaga, kemur í kjölfar fimm binda bókmenntasögu sem kom út fyrir ekki alllöngu. Það er líka ljóst að fjármagnið sem er ætlað til síðara verksins er alltof lítið.

Og svo er það fulltrúi Dana. Pia Kjærsgaard, stofnandi Þjóðarflokksins, nú forseti danska þingsins. Hún á að ávarpa samkomuna. En hún er stjórnmálamaður af því tagi sem við viljum helst sjá sem minnst af. Danir gera okkur lítinn greiða með því að magna upp þessa sendingu til okkar. Þetta er skuggi á hátíðina, enda höfum við Íslendingar, sem betur fer, verið að mestu laus við pólitíkusa af hennar tagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti