fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Segja ný tækifæri felast í sjávarútvegi vegna útbreiddrar ostrutegundar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 19:30

Ljósmyndari Havforskningsinstituttet - http://www.norden.org/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldamargir Norðurlandabúar hafa sömu sögu að segja þegar kemur að kyrrahafsostrum, þar sem þessi óvelkomnu sjávardýr hafa nú náð fótfestu á strandsvæðum allra Norðurlandanna. Ekki virðist hægt að stöðva innrásina og því rannsakar vísindafólk á Norðurlöndum nú hvernig hægt er að nýta ostrurnar og þéna á þeim. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs.

„If you can‘t beat them – eat them“

Að þessari  niðurstöðu hafa nokkur fyrirtæki víða um Norðurlönd komist að, ef ekki sé hægt að sigrast á ostrunum, sé best að éta þær. Ferðaþjónustufyrirtæki við strendur Danmerkur bjóða nú upp á ostruskoðunarferðir fyrir ferðafólk og matvælafyrirtæki hafa nú hafið veiðar og sölu á ostrum.

Í fyrra var sett af stað norrænt rannsóknarverkefni sem hefur það markmið að kanna skilyrði fyrir veiðum og markaðssetningu á kyrrahafsostrum. Rannsóknirnar eru gerðar á þeim grundvelli að ómögulegt sé að sporna við útbreiðslu þessarar ásæknu dýrategundar.

Hverjir eiga ostrurnar?

– Við erum að kanna hvað þarf til svo að ostrur geti nýst okkur sem auðlind. Í því felst meðal annars að skilgreina hverjir „eiga“ ostrurnar og hafa rétt á að veiða þær. Þetta snýst líka um matvælaöryggi, segir Stein Mortensen, rannsakandi við Hafrannsóknastofnunina í Bergen og verkefnisstjóri.

Kyrrahafsostrur voru fluttar inn til Norðurlanda til eldis á 9. áratugnum. Þær þurfa tiltölulega hátt hitastig til að fjölga sér en búa þó yfir miklum sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kringum árið 2006 varð skyndileg breyting.

Eyðileggja baðsvæði

– Þá fóru ostrurnar að breiðast gríðarlega hratt út, fyrst í Danmörku. Þær fluttust með hafstraumum til Bohuslän í Svíþjóð og til Oslóarfjarðar í Noregi. Skyndilega voru ostrur í milljónatali við strendurnar okkar, segir Stein Mortensen.

Umhverfisyfirvöld urðu vör við breytingar í lífkerfi sjávar og eyðileggingu útivistar- og baðsvæða. En sjávarútvegs- og matvælayfirvöld sáu einnig möguleika á nýtingu ostranna.

Í Norræna rannsóknarverkefninu er leitast við að finna jafnvægi milli þessara tveggja sjónarmiða – annars vegar verndun haf- og strandsvæða og hins vegar möguleikanum á að setja kyrrahafsostrurnar á markað.

Bakteríur og veirur

Best er að veiða ostrurnar í grunnu vatni – en taka þarf tillit til ákveðinna heilbrigðishættuþátta. Ostrurnar geta innihaldið bakteríur, þörungaeiturefni og veirur. Til að tryggja að ostrurnar séu öruggar til átu þarf eftirlit og stundum þarf að hreinsa þær með sjóvatni.

– Þetta er gott hráefni og það eru til margar spennandi aðferðir við að matreiða það, segir Stein Mortensen, en sjálfur hefur hann skrifað matreiðslubók um ostrur.

Svör verða birt í lokaskýrslu

Á næsta ári kemur út skýrsla þar sem niðurstöður rannsóknarverkefnisins verða kynntar. Þar munu koma fram tillögur að aðgerðum, bæði til að bjarga baðströndum og öðrum verðmætum strandsvæðum – og til að nýta ostrurnar í viðskiptatilgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben