fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Þegar Kanada er höfuðóvinur Bandaríkjanna – nei, þjóðir heims eru ekki að féfletta Trump

Egill Helgason
Mánudaginn 11. júní 2018 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump mætir á fund G7 leiðtoganna með þá kenningu að ríki heimsins séu að féflétta Bandaríkin. Nú sé komið nóg af því. Í þessu samhengi er það Kanada sem er höfuðóvinurinn, eða það heyrist manni eftir fundinn. Viðskiptaráðgjafi Trumps, Peter Navarro, segir að sé „sérstakur staður í helvíti fyrir Justin Trudeau“. Þar fær maður innsýn í það hvernig þessir karlar tala sín á milli.

Hinir heimsleiðtogarnir – reyndu að sýna Trump fram á að þetta væri rangt. Þeir komu með tölur og skýrslur og lögðu á borðið. Héldu að þeir gætu stundað einhvers konar venjulega stjórnsýslu. En Trump er algjörlega ónæmur fyrir slíku – hefur enga eirð í sér til að skoða talnaefni. Viðbrögð hans voru þau að þjóðirnar kæmust ekki lengur upp með að nota Bandaríkin sem „sparibauk“. Þetta hefur heyrst frá honum áður.

Trump er í raun að hóta viðskiptastríðum við öll helstu bandalagsríkin. Á sama tíma er hann að fara á fund með hinum undarlega Kim Jong Un. Trump mun ábyggilega státa sig af stórum sigrum á þeim fundi; þeir verða aðallega í formi ljósmynda af þeim tveimur brosandi. Miðað við það sem gerðist á fundi G7 skiptir þetta sáralitlu máli, þótt fjölmiðlar eigi ábyggilega eftir að fara hamförum.

Trump er, í fávisku sinni og sjálfhverfu, kominn á fremsta hlunn með að sprengja í loft upp heimsskipanina eins og hún hefur verið áratugum saman. Hann gæti ekki staðið sig betur í þessu verki þótt hann væri að vinna fyrir Rússa. Vestrænu ríkin og þau sem aðhyllast frjálsan markaðsbúskap geta ekki treyst Bandaríkjastjórn lengur þegar Kanada og Þýskaland eru komin í hóp höfuðóvina Washington. Þessi skiptan heimsmála hefur að miklu leyti miðað við hagsmuni Bandaríkjanna en hún gengur líka út á að halda friði og stöðugleika í Evrópu. Þegar Trump gefur öfgaöflum í Evrópu undir fótinn er hann í raun að ógna því sem hefur verið kallað pax americana.

Hitt er svo ótrúleg fásinna að Bandaríkin séu með einhverjum hætti hlunnfarinn. Bandarískur varningur, bandarísk menning, bandarískar hugmyndir og hinn máttugi dollar, allt hefur þetta flætt út í öll heimsins horn frá því að heimsstyrjöldinni lauk. Nýjasta dæmið er hvernig við erum öll að nota nýja tækni sem er á forræði bandarískra tæknirisa. Meðfram eru þeir í óða önn að safna upplýsingum um alla íbúa jarðarinnar. Trump og liðið í kringum hann er hins vegar að hugsa um stál og kol – og sjá ofsjónum yfir mjólkinni í Kanada. Og hinn aumi Repúblikanaflokkur, sem hingað til hefur þóst aðhyllast frjáls viðskipti, dansar með. Kannski er það rétt sem Chomsky segir að ekki sé til hættulegra stjórnmálaafl í víðri veröld?

Þa verður svo gaman fyrir Theresu May að fara í viðræður um stóraukin viðskipti eða fríverslun við Bandaríkin að loknu Brexit með þetta viðhorf í Washington.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“