fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Gölluð bygging og gríðarleg bílastæðafjöld

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú heyrir maður að ríkisstjórnin ætli loks að ráðast í framkvæmdir við Hús íslenskra fræða vestur á Melum – eða Holu íslenskra fræða eins og það hefur verið kallað.

Gísli Marteinn Baldursson skrifar harða ádrepu um bygginguna undir fyrirsögninni Hús íslenskra bílastæða. Hann segir að húsið sé meingallað, það kallist ekki á við byggðina í kring en einkum er hann gagnrýninn á hversu mikið pláss á að fara undir bílastæði.

Sigurtillagan í samkeppni um húsið er mjög gölluð finnst mér, einsog ég skrifaði um fyrir næstum 10 árum (síðan ég skrifaði pistilinn hefur vef þar sem myndir af því voru sýndar verið lokað og myndirnar því horfnar). Húsið er stakstætt, tekur engan þátt í að skapa götulíf á þessum verðmæta stað, lætur eins og Suðurgatan sé ekki til og þannig mætti áfram telja. Þetta verðmæta land ætti að nýta miklu betur. Reyndar er það svo að á vef stjórnarráðsins er húsið sýnt einsog það sé uppí sveit, eða á Þingvöllum, en ekki í einni þéttustu og eftirsóttustu byggð á landinu.

 

 

Nánar segir Gísli um bílastæðin:

En það sem mér finnst einna ótrúlegast við þetta hús er að heildar-fermetrafjöldi á að vera um 8700 og þar af á bílakjallari að vera 2200 fermetrar. Með öðrum orðum er 1/4 af Húsi íslenskunnar, Hús íslenskra bílastæða. Húsið mun kosta meira en 4 milljarða og þótt bílastæðin muni sjálfsagt kosta minna en fjórðung þess, hleypur kostnaður við þau á hundruðum milljóna.

Sem er skrýtið í ljósi þess hvar húsið er staðsett. Hér má sjá Holu íslenskra fræða og þau bílastæði sem þar eru allt í kring, ókeypis.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna