fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Búið að rífa Nasa

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og sjá má á myndunum hér neðst, sem voru teknar á páskahelginni, er búið að rífa Nasa-salinn svokallaða. Það var ekki lengi gert. Þetta var viðbygging við gamla Kvennaskólann sem er verndaður í bak og fyrir. Gamla húsið er frá 1878 en salurinn var byggður á stríðsárunum, 1942.

Sem gömlum Reykvíkingi hefur mér alltaf þótt dálítið hvimleitt þegar talað er um Nasa. Það er skemmtistaðurinn sem var þar síðast, þar var oft fjör og örugglega margar góðar minningar. Staðurinn þótti góður til tónleikahalds. En nafnið er rislítið – passar ágætlega á bandarísku geimferðastofnunina en síður á veitingahús í miðbæ Reykjavíkur.

Þarna var lengi Sjálfstæðishúsið og haldnar samkomur og veislur hjá flokknum sem lét reisa viðbygginguna, en síðar var þarna skemmtistaður sem kallaðist Sigtún. Sigtún fluttist svo í ógurlega stóra byggingu við Suðurlandsbraut þar sem gátu verið þúsund manns á balli, en þá var í byggingunni mötuneyti Landsímans.

Rifja má upp að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá forsætisráðherra, lét friðlýsa salinn 2014. Það var eftir deilur sem gengu meðal annars út á það hvort húsnæðið væri ónýtt.

 

 

Nú stendur til að byggja eftirlíkingu af salnum. Hún á að vera að hluta til neðanjarðar og uppfylla reglur um hljóðvist sem sagt er að ekki hafi verið hægt í gamla húsnæðinu. Vonandi eru það einhverjar sárabætur, það er ekki um auðugan garð að gresja þar sem eru staðir fyrir smærri lifandi tónlistarviðburði í Reykjavík.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna