fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Breytingar á LÍN: framfærslugrunnur hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánum

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 31. mars 2018 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal helstu breytinga sem nú hafa verið gerðar á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019 eru að framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkar og einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða eiga rétt á námslánum.

Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt endanlegar úthlutunarreglur fyrir námsárið 2018-2019 og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest þær:

„Við styrkjum stöðu allra námsmanna með því að hækka framfærslugrunn LÍN, og það eflir íslenskt samfélag að fólk sem dvelst hér hafi tækifæri til að mennta sig,“

segir ráðherra.

Framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkar úr 92% af reiknaðri framfærslu þeirra í 96%. Þannig er ráðgert að ráðstöfunartekjur námsmanna standi aðeins undir 4% af reiknaðri framfærsluþörf þeirra á námstímanum í stað 8% áður.

Einstaklingar sem fengið hafa alþjóðlega vernd hér á landi eða hafa dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eiga nú rétt á námslánum hjá lánasjóðinum séu þeir komnir til landsins og staðfesting Útlendingastofnunar á réttarstöðu þeirra eða dvalarleyfi liggi fyrir.

Sjá nánar:

Úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm