fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Sérframboð óánægðra Sjálfstæðimanna í Eyjum í smíðum

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 23. mars 2018 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Róbertsdóttir                                                   Mynd-Alþingi

Verst geymda leyndamálið í Vestmannaeyjum er óánægja sumra Sjálfstæðismanna með framboðsmál flokksins, sem stafar af því að flokkurinn felldi tillögu um að haldið yrði prófkjör til að ákveða röðun á lista flokksins fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Flokkurinn hefur ekki haldið prófkjör í Vestmannaeyjum í 28 ár, en Elliði Vignisson bæjarstjóri ku ekki vera allra í Eyjum, hans vitjunartími sé kominn eftir 12 ára valdasetu.

 

Morgunblaðið greinir frá því í dag að óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum hafi hist í gærkvöldi til skrafs og ráðagerða á lokuðum fundi. Þar mættu þau Íris Róbertsdóttir og Elís Jónsson, sem nefnd hafa verið forystusauðir mögulegs sérframboðs.

„Það var bara verið að ræða breytingar sem fólk myndi vilja sjá í samfélaginu hérna. Hvað sem verður í framtíðinni er svo sem ekki alveg ljóst,“

hefur Morgunblaðið eftir Elís, sem sagði annan fund væntanlegan í framhaldinu. Samkvæmt honum voru fundargestir um fjörutíu, með allskyns bakgrunn og ágætis þverskurður af samfélagi Eyjamanna.

Samkvæmt Eyjafréttum bauðst Írisi Róbertsdóttur að taka 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, sem hún hafi hafnað eftir sólarhringsumhugsun, en hún vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en sagðist ætla að gera það innan tíðar.

 

Ljóst er samkvæmt þessu að undirbúningur að sérframboði er hafinn, hvað sem síðar verður. Það verður þó við ramman reip að draga, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 73,2 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hafa setið lengi á valdastóli í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?