fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

„Logi Einarsson er ekki maður ígrundaðs málflutnings eða rökstuddra ákvarðana“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, telur Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar ekki til pólitísks klækjarefs, ef marka má pistil hans í dag um útspil Samfylkingarinnar og Pírata varðandi vantrauststillögu þeirra í garð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Landsfundur Samfylkingarinnar var um síðustu helgi, þar sem bæði Logi og Jóhanna Sigurðardóttir báðu þingmenn Samfylkingarinnar um að gefa VG grið, og beina spjótum sínum heldur að spillingarflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Björn segir þetta hafa verið yfirvarp því Logi hafi vísvitandi reynt að kljúfa VG með tillögunni um vantraust:

 

„Logi var ekki fyrr kominn út af landsfundinum en hann tók höndum saman við Pírata til að koma höggi á Vinstri græna með því að flytja vantraust á Sigríði Á. Andersen. Loga var jafnljóst og öðrum að honum tækist ekki að sprengja stjórnarsamstarfið með því að flytja vantrauststillöguna. Tilgangurinn var sá að kljúfa Vinstri græna af því að Logi vissi að tveir þingmenn flokksins, Rósa Björk og Andrés Ingi, mundu ekki greiða atkvæði með stjórnarflokkunum í málinu.“

Þá segir Björn að Samfylkingin líti á VG sem sinn helsta keppinaut og vilji flokkinn feigan:

 

„Þótt Jóhanna og Logi létu á landsfundinum eins og þau bæru sérstaka umhyggju fyrir VG líta þau á flokkinn sem helsta keppinaut sinn og sjá ofsjónum yfir að hann höfðar meira til kjósenda til vinstri en Samfylkingin. Þau vilja ekki samstarf við VG heldur flokkinn feigan.“

 

Þá lýkur Björn pistli sínum á föstu skoti á Loga:

 

„Logi Einarsson er ekki maður ígrundaðs málflutnings eða rökstuddra ákvarðana í stjórnmálum eins og vantrauststillagan og upphlaup hans gegn Bjarna Benediktssyni vegna vopnaflutningamálsins hafa nýlega sýnt. Líklega ofmetnaðist hann vegna einróma stuðnings á landsfundi flokksins. Logi minnir á Martin Schulz, leiðtog þýskra jafnaðarmanna, sem á einu ári féll úr hæstu hæðum og hrökklaðist til hliðar í þýskum stjórnmálum, ekki síst vegna ofmetnaðar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?