fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Alþýðufylkingin býður fram í borginni – Þorvaldur sakar sósíalista um skæting og fordóma

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 2. mars 2018 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar á vinstri vængnum. Gunnar Smári Egilsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Samsett mynd/DV

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður og stofnandi Alþýðufylkingarinnar, staðfestir við Eyjuna að fylkingin hyggist bjóða fram lista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þorvaldur segist ekki hafa gert upp hug sinn að fullu hvort hann verði sjálfur ofarlega á listanum:

„Ég veit það ekki, jú ég býst við því. En við erum ekki langt komin með að raða upp á listann, þannig að ég get lítið sagt um hvernig því verður háttað. Við verðum með framboð í Reykjavík, en það er óvíst hvort það verði víðar. Líklega verður listinn ekki afgreiddur á þessum fundi, en línurnar verða lagðar og borgarmálastefnuskráin verður uppfærð.“

Í samþykkt Alþýðufylkingarinnar frá því í fyrradag segir að þar sem Sósíalistaflokkur Íslands hafi ákveðið að bjóða fram í borgarstjórnarkosningum og sé nú kominn í beina samkeppni við Alþýðufylkinguna, þurfi þeir félagar sem tekið hafa þátt í starfi beggja flokka, að gera upp hug sinn og velja hvorum flokknum þeir ætli að fylgja málum. Sagt er að tvöföld flokksaðild sé ósamrýmanleg.

 

Þorvaldur segir að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki viljað samstarf og svari með dylgjum og skætingi og ali á fordómum í hans garð:

„Svo því sé til haga haldið þá sendum við Sósíalistaflokknum erindi, fyrir um mánuði síðan, þar sem við buðum upp á óskuldbindandi viðræður til samstarfs, með þeim rökum að við stæðum sterkari saman en í sundur. En þeir afgreiddu það nú á mjög ólýðræðislegan hátt innan sinna raða. Á fundi sínum afgreiddu þeir fyrst ályktun um að bjóða fram á eigin vegum áður en okkar beiðni var afgreidd, þannig að það er augljóst að þarna er hópur í forystu Sósíalistaflokksins sem hafði ákveðið þetta fyrirfram. Þeir hafa ekkert vilja ræða við okkur og alls ekki um pólitík. Aðspurðir um muninn á þessum flokkum og mögulegu samstarfi hafa þeir bara svarað með persónulegum dylgjum og skætingi og þeir hafa alið á fordómum í garð formanns Alþýðufylkingarinnar til dæmis, þannig að maður veit ekki alveg hvað þeim gengur til. Þetta er auðvitað undarleg aðferð hjá þeim, að stofna fyrst flokk og safna fólki inn í hann, og fara síðan að athuga hvað þeir geta sameinast um í stað þess að skrifa fyrst stefnuskrá sem síðan er hægt að sameinast um, líkt og við gerðum á sínum tíma. Enda vitum við í hvaða átt við erum að fara og það sem meira er, flestir aðrir geta vitað það líka,“

sagði Þorvaldur.

 

Aðalfundur Alþýðufylkingarinnar er boðaður þann 6.mars, þar sem á dagskrá er skýrsla stjórnar, kjör nýrra stjórnarmeðlima og lögð verður fram borgarmálastefnuskrá fyrir komandi kosningar. Hægt verður að bjóða sig fram á staðnum, segir á heimasíðu fylkingarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna