fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Frelsið Ahed Tamimi!

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ahed Tamimi er stúlka frá þorpinu Nabi Saleh í Palestínu. Svæðið er hersetið af Ísraelum, landránsbyggðirnar halda áfram að þenjast út. Hún hefur verið í varðhaldi í Ísrael um nokkurra mánaða skeið, og nú verður hún dregin fyrir herdómstól (takið eftir: lokaðan herdómstól) fyrir að hafa ráðist að ísraelskum hermönnum á landi sínu. Árásirnar voru gerðar með berum hnúum og fótum, semsagt unglingsstúlka algjörlega vopnlaus gegn hermönnum í brynvörðum búningum og alvæpni.

Ísraelskir stjórnmálamenn segja að hún sé ekki ung stúlka heldur hryðjuverkamaður og eigi að vistast í fangelsi.

Þorpið er stutt frá Ramallah á Vesturbakkanum. Ætt Ahed hefur búið á svæðinu í mörg hundruð ár. Ísraelar stela gæðum landsins fyrir byggðir sínar, meðal þess sem er deilt um eru vatnslindir. Ættingjar Ahed hafa fallið fyrir kúlum Ísraela. Hún er fulltrúi enn einnar kynslóðar Palestínumanna sem elst upp við hernám og stöðugar ofsóknir með sama og enga von um að geta lifað eðlilegu lífi.

Amnesty International hefur krafist þess að Ahed verði látin laus, í áliti samtakanna segir að hún og fjölskylda hennar hafi af hugrekki andæft hernáminu. En ísraelski dómstóllinn gæti dæmt hana í margra ára fangelsisvist.

Ahed hefur orðið sterkt tákn fyrir frelsisbaráttu Palestínumanna. Það ruglar sýstemið svolítið hvernig hún lítur út. Hún gæti þess vegna verið bandarískur eða evrópskur táningur með sitt mikla ljósa hár. Þetta virkar þannig að það er ekki jafn auðvelt að framandgera hana og setja hana í hina stöðluðu mynd sem heimurinn hefur af Palestínumönnum og sem Ísraelar vilja halda að okkur. Eins dapurt og það í rauninni er.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?