fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Miðflokkurinn stofnar félag í Reykjavík – Býr sig undir baráttuna í borginni

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn og varastjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur: Steinunn Anna, Sigurjón, Kristján, Kristín, Reynir, Sólveig og Viðar. Á myndina vantar Valgerði Sveinsdóttur.

Samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum var húsfyllir á stofnfundi Miðflokksfélags Reykjavíkur í Rúgbrauðsgerðinni í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Reykjavíkurkjördæmis Suður.

 

Miðflokksfélag Reykjavíkur er þriðja nýstofnaða kjördæmafélag Miðflokksins, en félagið mun starfa fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin. Félagið hefur skv. nýsamþykktum lögum þess þann tilgang að vinna að bættum hag íbúa Reykjavíkur og gæta hagsmuna þeirra á vettvangi lands- og sveitarstjórnarmála.

Í stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur voru kosin þau Reynir Þór Guðmundsson formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir, Sigurjón Jónsson og Kristján Hall.  Varastjórn skipa Viðar Freyr Guðmundsson, Kristín Jóna Grétarsdóttir og Sólveig Daníelsdóttir.

 

Miðflokksfélag Reykjavíkur mun m.a. standa fyrir öflugu félagsstarfi og hafa umsjón með undirbúningi framboðs Miðflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík fyrir kosningarnar vorið 2018.

Félagið óskar því eftir framboðum frá áhugasömum einstaklingum sem vilja láta til sín taka í borgarmálunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Miðflokksfélag Reykjavíkur á tölvupósti reykjavik@midflokkurinn.is eða í síma 863-4000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar