fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Þorgerður Laufey nýr formaður Félags grunnskólakennara

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara. Hún tekur við af Ólafi Loftssyni. Á kjörskrá voru 4.833 og greiddu 2.441 atkvæði eða 50,5%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 17. janúar og lauk kl. 14.00 mánudaginn 22. janúar 2018. Fimm voru í framboði til formanns FG og féllu atkvæði þannig:

  • Hjördís Albertsdóttir hlaut 526 atkvæði eða 21,5%
  • Kjartan Ólafsson hlaut 123 atkvæði eða 5,0%
  • Kristján Arnar Ingason hlaut 73 atkvæði eða 3,0%
  • Rósa Ingvarsdóttir hlaut 502 atkvæði eða 20,6%
  • Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hlaut 1.110 atkvæði eða 45,5%.
  • Auðir seðlar voru 107 eða 4,4%.

 

Þorgerður  tekur við embætti formanns FG af Ólafi Loftssyni á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem fram fer í Borgarnesi dagana 17. og 18. maí næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar