fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Áfram Gamla bíó!

Egill Helgason
Laugardaginn 20. janúar 2018 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla bíó hefur verið samkomuhús síðan 1927 og hefur algjöran hefðarrétt umfram hótel sem var stofnað í næsta húsi fyrir fáum árum. Í 90 ár hafa verið bíósýningar, leiksýningar, óperusýningar og hljómleikar í Gamla bíói.

Væri algjörlega út í hött að stöðva það vegna ferðamannabólunnar. Þetta er ein glæsilegasta bygging Reykjavíkur og með einstaka sögu. Í frétt á RÚV er greint frá deilum vegna starfseminnar í Gamla bíói.

Hótel 101, þar sem er sífellt verið að kvarta undan Gamla bíói, er líka í merkri byggingu. En hún var ekki reist sem hótel þótt fjárfestar hafi síðan eignast húsið og notað það undir slíka starfsemi.

Þetta var sjálft Alþýðuhúsið – reist af Alþýðuflokknum og Alþýðusambandinu í kreppunni og tekið í notkun 1936. Í kjallaranum var veitingastaður sem nefndist Ingólfscafé (en síðar var rekinn þar skemmtistaður undir sama nafni). Um staðinn orti Leifur Haraldsson póstmaður vísu sem varð fleyg:

Ungu skáldin yrkja kvæði
án þess að geta það.
Í Ingólfskaffi ég er í fæði
án þess að éta það.

Verkafólk tók þátt í að reisa Alþýðuhúsið í sjálfboðavinnu og því er pínu öfugsnúið að þar skuli vera lúxushótel.

Gamla bíó hefur verið samkomuhús síðan á tíma þöglu myndanna. Fyrsta kvikmyndin sem var sýnd í húsinu var Ben Húr árið 1927.

 

 

Hér má í leiðinni geta meinlegra örlaga Rosenbergs sem lengi var einn helsti tónleikastaður í Reykjavík. Ævintýramenn eignuðust hann og settu á hausinn á fáum mánuðum – að því virðist í tómri vitleysu. Og það er þetta sem er að koma í staðinn, einmitt það sem vantar, eða hitt þó heldur. Írskur pöbb með karíókíherbergi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“