fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Sveinbjörg Birna segir að stórmoska múslima sé komin í Öskjuhlíð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. september 2017 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi og fyrrum borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að stórmoska múslima á Íslandi sé nú í Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar á hún við hið svokallaða Ýmishús sem er í eigu Menningarseturs múslima á Íslandi.

Sveinbjörg viðrar þann möguleika að lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar á umdeildri lóð í Sogamýri við enda Suðurlandsbrautar fyrir mosku til Félags múslima á Íslandi verði afturkölluð. Sú lóð verði í staðinn notuð undir nýbyggingar íbúða fyrir eldri borgara. Hún segir að menn hafi þegar komið að máli við sig og rætt þá hugmynd.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í þætti Björns Bjarnasonar fyrrum ráðherra á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Sveinbjörg var gestur Björns í þætti vikunnar. Í upphafi vék hún nokkrum orðum að viðskilnaði sínum við Framsóknarflokknum.

Ég held að það komist enginn hjá því að líta á þetta öðruvísi heldur en að þetta allavega sé svona, beri þess keim eins og ég kem inn á í yfirlýsingu minni, hversu mikil átök hafa verið í Framsóknarflokknum og fyrir hvað stendur Framsóknarflokkurinn í dag? Ég geng til liðs við Framsóknarflokkinn haustið 2012, þegar ég segi mig úr Sjálfstæðisflokknum, vegna þess að ég hafði mikla trú á þeim aðilum sem þar voru í brúnni að leiða flokkinn, leiða listana og nefni ég það að öllum öðrum ólöstuðum, Sigmund Davíð, sem að var búinn að standa sig afskaplega vel í stjórnarandstöðunni á Alþingi. Svo var hann búinn að fá til liðs við sig til dæmis Frosta Sigurjónsson. Vigdís Hauksdóttir hafði verið mjög skelegg í mörgum umræðum og tekið á málum af festu og einurð. Það er ekkert hægt að líta framhjá því. Það er breytt landslag í pólitíkinni. Þetta fólk er alltsaman farið. Ég upplifi mig kannski sem eyland í þessum flokki.

 

Segir stórmosku í Öskjuhlíð – moskulóðin verði afturkölluð fyrir nýjar íbúðir eldri borgara í Reykjavík

Björn Bjarnason rifjaði þá upp moskumálið svokallaða sem olli miklu uppnámi í kosningabaráttunni 2014 og skilaði líklega Framsóknarflokknum tveimur borgarfulltrúum.

Björn spurði:

Það hefur ekkert gerst í því máli. Lóðin er enn ónotuð. Hvernig stendur það mál núna?

Sveinbjörg rakti það mál og sagði að ekkert hefði gerst í moskubyggingarmálinu nú í fjögur ár.

Á tali við Björn Bjarnason í myndveri ÍNN.

Það sem hefur gerst núna er að staða er algerlega óbreytt. Þessi lóð er þarna. Það sem hefur breyst aftur á móti, er það er búið að vera að byggja ennþá fleiri íbúðir, og við erum búin að úthluta lóðum alveg að þessari lóð [moskulóðinni] til reksturs á hjúkrunarheimilum fyrir eldri borgara. Það hafa málsmetandi menn komið að máli við mig og spurt, bíddu er ekki málið núna að klára bara uppbygginguna við Suðurlandsbraut sem er mjög miðsvæðis og nálægt allri þjónustu eins og í Skeifunni, í Faxafeni og Ármúla og segta þessa lóð bara þarna undir? Ég segi það núna að það hefur auðvitað ekki verið pólitísk samstaða, alls ekki, innan hópsins, fyrrverandi borgarmálahóps Framsóknar og flugvallarvina, í því að leggja fram tillöguna um að draga lóðina til baka. En það er kannski ekki rétt að draga hana til baka fyrr en það er komin einhver umsókn um hana annars staðar frá.

Þá spurði Björn um það hvað væri að frétta af Ýmishúsinu svokallaða í Öskjuhlíð sem er í eigu Stofnunar múslima (sem er ekki innan vébanda Félags múslima á Íslandi sem hefur lóðina í Sogamýri á sinni hendi).

Nú er komin stórmoskan á Íslandi,

svaraði Sveinbjörg og átti þar við Ýmishúsið. Það er í eigu Stofnunar múslima á Íslandi. Samkvæmt frétt RUV frá mars 2015 munu þau félagasamtök hafa þegið milljón Bandaríkjadala frá Sádi Arabíu til byggingar mosku á Íslandi.

Sjá frétt RUV: Stofnun múslima á Íslandi fékk peningana

Björn Bjarnason spurði þá hvort það væri rétt skilið hjá honum „að það eigi að reisa þar mínarettu, eða turn, svo að menn geti áttað sig á því að þetta sé moska?“

Já. Það á sem sagt að reisa þarna turn og það er búið að veita leyfi fyrir því og það er búið að fara í auglýsingu og runnir út allir frestir hvað það varðar.  Upphaflega teikningin var sú að það átti að vera þarna turn sem er jafn hár efsta oddinum á Ýmishúsinu sem ég held að sé kringum níu metrar. Samkvæmt upphaflegu teikningunum þá átti að vera ljós inni í þessu. Mínaretta er þannig að hún er í ákveðinni hæð, hún hefur ljós og hún hefur kallkerfi. Það er ekki rétt að segja það að þessi turn á þessum tímapunkti sé mínaretta. Hann er turn. Það var fallið frá því að setja ljóskúpul inn. Það var vegna mótmæla sem bárust frá íbúum í Eskihlíð  sem töldu að þetta færi inn í gluggana og inn í rýmin hjá þeim. Það voru mjög fáar athugasemdir sem bárust við þessa skipulagsbreytingu, en kallkerfið er allavega ekki komið. Ég get sagt turninn: já, en mínaretta eins og hún er skilgreind trúarlega, er ekki að fara að rísa,

svaraði Sveinbjörg.

Björn Bjarnason: Fullnægir þetta ekki óskinni um að moska rísi í Reykjavík?

Ég hef einmitt sagt það að núna hlýtur að vera þá tækifæri fyrir þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að nýta lóðina í Sogamýrinni fyrir annað, áframhaldandi uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara, að það er þá komin moska og þurfti ekki að gefa lóð undir hana. Hún kom bara með öðrum hætti,

sagði Sveinbjörg Birna.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni:

https://vimeo.com/232752017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu