fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Frjáls fjölmiðlun nýr útgefandi nokkurra af vinsælustu fjölmiðlum þjóðarinnar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 8. september 2017 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson.

Útgáfufélagið Frjáls fjölmiðlun hefur keypt rekstur fjölmargra fjölmiðla af Pressunni og dótturfélögum hennar. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður í vikunni og fyrirvörum í honum aflétt sl. miðvikudag. Kaupverðið er vel á sjötta hundrað milljónir króna og er greitt með reiðufé og yfirtöku skulda.

Í viðskiptunum felst að Frjáls Fjölmiðlun, sem er að fullu í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns og fv. forstjóra Norðurljósa, tekur yfir útgáfu DV, dv.is, Pressunnar, Eyjunnar, Bleikt, Birtu, doktor.is og 433.is auk sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN.

Allt starfsfólk viðkomandi fjölmiðla heldur störfum sínum eftir viðskiptin, utan að Björn Ingi Hrafnsson, sem verið hefur útgefandi fjölmiðlanna, hverfur til annarra starfa.

„Ég er gríðarlega stoltur af þessum viðskiptum og finn fyrir miklum létti,“ segir Björn Ingi. „Með þessari sölu tekst að greiða niður skuldir, að tryggja rekstur mikilvægra fjölmiðla í okkar samfélagi og tryggja hagsmuni kröfuhafa. Það höfum við gert og ég hygg að umfang þessara viðskipta komi ýmsum á óvart í ljósi þess að ýmsir hafa reynt að tala virði þessara fjölmiðla niður á opinberum vettvangi.“

Sjálfur ætlar hann fyrst um sinn að taka sér svolítið frí.

Ég þarf á því að halda. Það er mikil ábyrgð að stýra stóru fjölmiðlafyrirtæki og ég er ákaflega þakklátur frábæru starfsfólki samstæðunnar fyrir framúrskarandi störf við erfiðar aðstæður. Það tekur á að heyja varnarbaráttu og ég held að framundan séu mikil sóknarfæri. Við njótum þess að vera í stórsókn í lestri með helgarblað DV, auk þess sem vefmiðlarnir okkar eru gríðarlega mikið lesnir.

Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, segir mikilvægt að Ísland eigi öfluga fjölmiðla. Hann hefur mikla reynslu af fjölmiðlarekstri og stýrði um skeið stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins, Norðurljósum.

Ég hef fylgst með þessum rekstri og veit að þarna vinnur ákaflega hæft fólk. Framundan er spennandi tími, þar sem ég vonast til að sjá þessa fjölmiðla vaxa og dafna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar