Mikil reiði virðist nú meðal Sjálfstæðismanna vegna Twitter-færslu Smára McCarthy þingmanns Pírata þar sem hann líkti málavöxtum við stjórnarslitin á Íslandi við mál breska sjónvarpsmannsins og kynferðisglæpamannsins Jimmy Savile.
Smári skrifaði færslu sína og birti á Twitter að morgni síðastliðins fimmtudags. Bandaríska viðskiptablaðið Financial Times birti þessa færslu síðan í frétt um íslensku stjórnarslitin á vef sínum.
Iceland's Jimmy Savile case: our PM, who was in the Panama Papers, has hid for two months his father's support for a pedophile's clemency.
Björn Bjarnason fyrrum ráðherra gerir þetta að umtalsefni í pistli á vefsetri sínu í dag. Þar skrifar hann meðal annars:
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur gengið lengst í að sverta mannorð andstæðinga sinna og virðingu þjóðarinnar út á við með færslu á ensku um þjóðkunnan breskan barnaníðing í samhengi við stjórnarslitin. Hann varð sér til minnkunar og vonandi verða kjósendur í kjördæmi hans minntir á hvað hann telur sér sæma að segja í stjórnmálabaráttunni. Hann á ekkert erindi á alþingi að nýju.
Fyrir kosningarnar í október 2016 var framvindan við val frambjóðenda Pírata sérkennileg og bar þess merki að lítil klíka teldi sig hafa ráð flokksins í hendi.
Björn Bjarnason. Mynd/DV
Birgitta Jónsdóttir ætlar að hætta á þingi og á Facebook má sjá að um valdaskipti verður að ræða innan Pírata. Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrv. þingamaður flokksins, tekur við keflinu af Birgittu. Nú er ekki sett á svið nein leiksýning með prófkjörum og öðru slíku heldur ræða nokkrir Píratar saman fyrir luktum dyrum og ákveða næsta foringja sem skrifar lofgrein um Birgittu og stað hennar í sögubókum framtíðarinnar.
Þetta er fólkið sem telur sig helstu talsmenn opinna stjórnmála og lýðræðis. Fulltrúar Pírata hrópa hæst á allt innan stjórnsýslunnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Það á greinilega við aðra en þá sjálfa. Hvergi er leyndin, pólitíska sjálftakan og klíkuveldið meira.
Fleiri hafa gagnrýnt Smára McCarthy. Meðal annars skrifar Páll Bragi Kristjónsson fyrrum bókaútgefandi og athafnamaður eftirfarandi færslu á Facebook-vegg sínum, þar sem hann kallar Smára „NÍÐING á Alþingi“:
ÓGEÐSLEGT………..að lesa eftirfarandi twitterfærslu frá íslenskum alþingismanni:“Iceland's Jimmy Savile case: our PM,…