fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Mannúð í stað miskunnarleysis

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 17. september 2017 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:

Miskunnarlaus afstaða stjórnvalda í málefnum hælisleitenda hefur gengið fram af mörgum. Steininn tók úr þegar flóttastúlkunum Mary frá Niegeríu og Haniye, sem er af afgönskum ættum, var vísað frá landi í skjóli Dyflinar reglugerðarinnar, sem heimilar slíka brottvísun en fjarri því að skyldi stjórnvöld til þess. Það er ísköld pólitísk ákvörðun að vísa stúlkunum úr landi, út í óvissuna.

Þetta er skammarleg afstaða. Nú er það löggjafans að grípa inn í sem getur hæglega sett lög um ríkisborgararétt þeim til handa. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað slíkt frumvarp á fyrstu dögum þingsins. Það er fagnaðarefni og mikill sómi af flutningi þess. Nú reynir á þingið að ganga fram af mildi og mannúð í stað miskunnarleysis framkvæmdavaldsins.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra.

Það er siðferðisleg skylda vel megandi þjóðanna í vesturheimi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að skjóta skjólshúsi yfir landlaust flóttafólk sem á sér ekkert samastað í tilverunni. Það að vísa börnum á flótta úr landi er afstaða sem á sér engar málsbætur og er alvarlegur áfellir fyrir viðkomandi stjórnvöld.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur lýst þungum áhyggjum af stöðu barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og hefur bent á að stjórnvöldum beri að fylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á hérlendis. Undir það sjónarmið má heilshugar taka, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar og þeirrar ómanneskjulegu afstöðu sem ítrekað hefur komið fram í málefnum flóttafólks og hælisleitenda.

Tveir stjórnarþingmenn, þau Hanna Katrín Friðriksdóttir og Jón Steindór Valdimarsson, þingmenn Viðreisnar, hafa lýst sig fylgjandi því að stúlkurnar fái hæli á Íslandi. Því gæti það orðið söguleg afgreiðsla i þinginu ef frumvarp Loga gengur til atkvæða og þessir, og vonandi aðrir, þingmenn stjórnarmeirihlutans greiða atkvæði með frumvarpi til laga um ríkisborgararétt stúlkannna.

Fordæmin eru fjöldamörg. Sá sem þetta skrifar flutti mörgum sinnum frumvarp til laga um ríkisborgararétt sem formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, þar sem undanþága var veitt fólki sem hingað vildi koma og ríkisborgararéttur með sérstökum lögum. Þá er atkvæðagreiðslan um ríkisborgararétt Bobby Fischer frá 2005 skínandi fordæmi fyrir slíku, en afgreiðsla þess máls tók einn dag í þinginu.

Vonandi snýr þingið miskunnarlausri afstöðu stjórnvalda við og sýnir mannúð og mildi í verki með því að veita þeim Mary og Haniye ríkisborgararétt án tafar og þar sem skjól og öryggi i tilverunni.

Leiðari Björgvins G. Sigurðssonar birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt