Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að ákvörðunin um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu komi sér mjög á óvart og lýsi stórkostlegu ábyrgðarleysi af hálfu Bjartrar framtíðar.
Sigríður sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 nú í morgun að hún skilji ekki hvernig það að tjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í júlí að faðir hans hafi gefið dæmdum barnaníðing umsögn en ekki hinum ráðherrum ríkisstjórnarinnar geti talist trúnaðarbrestur líkt og Björt framtíð vill meina. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hefur þó gefið það út að hann hafi vitað af því síðan á mánudag að faðir Bjarna hafi veitt umsögn, en ekki fyrir hvaða mann eða fyrir hvað sá maður var dæmdur.
Mér finnst þetta lýsa stórkostlegu ábyrgðarleysi af hendi þessa litla flokks,
sagði Sigríður í morgun. Hefði hún viljað að Björt framtíð hefði beðið þangað til Bjarni hefði tjáð sig um málið, ræddi hún við Bjarna í nótt, Bjarni hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið frá því að greint var frá því síðdegis gær en hann hyggst ræða það síðar í dag.