fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Jón Baldvin um stjórnarslitin: „Er þetta eitthvað rifrildi í Garðabænum?“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson. Mynd/Þormar Vignir Gunnarsson

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum farsakennda. En eins og flestir vita sleit stjórn Bjartrar Framtíðar ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn eftir að upp komst að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, skrifaði meðmæli þess að Hjalti Sigurjón Hauksson barnaníðingur fengi upprein æru.

„Framhaldið er sápuópera og dellumakarí. Þetta snýst ekkert um pólitík eða stefnumál. Þetta snýst ekkert um fjárlögin, skattana, húsnæðisskort unga fólksins, skuldirnar, rotið bankakerfi eða eignarhald erlendra hrægammasjóða á íslenskum bönkum. Um hvern andskotann snýst þetta aftur? Getur þú sagt mér það? Er þetta eitthvað rifrildi í Garðabænum?“

Má Bjarni rjúfa þing?

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Jón segir spurninguna núna snúast um hvort samið hafi verið um þingrofsvald forsætisráðherra milli stjórnarflokkanna. „Það var alltaf til siðs í samsteypustjórnunum í gamla daga að semja um það. Formenn flokkanna beitti því ekki án samráðs við hina“.

Jón telur að um leið og þing komi saman muni Bjarni stökkva í pontu og rjúfa þing. Geri hann það „í þeirri trú að þessir litlu klúbbar þarna, Svört Framtíð og hvað heitir hitt, Viðreisn þurrkist út. En hinir muni reyna að ná saman nýjum þingmeirihluta og tilkynna forseta Íslands að svo sé“.

Samkvæmt Jóni hafa tvö slík mál komið upp áður. Árið 1931 rauf Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra þing án þess að hafa meirihluta þings á bak við sig. „Um þetta þingrofsmál rifust menn öll kreppuárin, það er um það hvort hann hefði mátt það.“

Aftur gerðist þetta árið 1974 þegar Ólafur Jóhannesson sleit vinstri stjórn sem þá sat.

Þá var það spurningin um hvor yrði fljótari upp í ræðustól, Óli Jó eða Hannibal faðir minn. Hannibal var búinn að mynda nýjan þingmeirihluta en Ólafur var á undan í pontu og rauf þingið.

Þá er ótalið það mál þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sótti um þingrofsheimild til forseta í apríl mánuði árið 2016 en var synjað af forseta.

Örfá stór mál sem þarf að leysa

Jón Baldvin treystir sér ekki til að segja til um það hvort Bjarni Benediktsson segi af sér og hætti í stjórnmálum eða hvort aðrir flokkar treysti sér til að vinna áfram með Sjálfstæðisflokknum undir stjórn Bjarna.

Það ætla ég að vona ekki. Reyndar tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé óstjórnhæfur og það hefði enginn átt að fara í stjórn með honum. Það er mín reynsla.

Hann segir engan augljósan arftaka í sjónmáli. Guðlaugur Þór hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki manna á millum. Um það segir Jón:

Nei, guð minn góður. Þá fyrst færi það nú að versna.

Jón telur fjögurra eða fimm flokka stjórn á vinstri vængnum mögulega:

Nú er spurningin sú hvort að þeir sem vilja breyta einhverju í íslenskri pólitík í stað þess að standa vörð um óbreytt kerfi, eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir, nái saman. Ein besta ríkisstjórn sem setið hefur á seinni árum var ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988-1991 og hún var á tímabili fjögurra flokka stjórn. Hún gekk prýðilega. Þetta er spurning um hvort forsætisráðherra kann til verka, hvort hann er mannasættir, hvort hann heldur liði saman, hvort hann kann sitt fag.

Nú sé Sjálfstæðisflokkurinn í stöðu sem hann hafi ekki áður þekkt. „Sjálfstæðismenn eru aldir upp við það að vinstri menn geti ekki haldið út heilt kjörtímabil. En nú er komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki haldið út fyrsta árið“. Jón segir menn hljóta að vera reynslunni ríkari eftir þessa atburði.

Þetta eru örfá stór mál sem þarf að leysa. Uppstokkun á bankakerfinu, auðlindagjald fyrir auðlindir í almannaeigu og lausn á húsnæðisvanda unga fólksins. Ef þeir geta það ekki þá eiga þeir bara að hætta í pólitík Hvort sem það kostar fjóra eða fimm flokka er aukaatriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?