fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar æfur: „Menn fara alltaf á taugum“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

„Mér finnst einboðið að Alþingismenn standi í lappirnar. Skyldur manna er að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Ekki alltaf að hlaupast undan merkjum. Það er ekki alltaf einfalt og það er erfitt. Hlaupa svo til og kjósa. Af hverju heldur þú að menn vilji kjósa núna? Af því að menn halda að það sé lag að ná einhverju fylgi,“ sagði Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Brynjar átti þar á hvössum orðaskiptum við Sigmar Guðmundsson þáttastjórnanda og stóð fastur á sínu máli að engin leyndarhyggja hafi átt sér stað í kringum það að dæmdir barnaníðingar hafi fengið uppreista æru heldur hafi aðeins verið farið að lögum og stjórnsýslureglum.

Vandaði hann Viðreisn og Bjartri framtíð ekki kveðjurnar, sagði hann að ríkisstjórnin sé ekki að springa vegna meints trúnaðarbrests heldur öðrum hlutum:

Ég held að hún [ríkisstjórnin] sé að springa út af því að menn eru farnir á taugum yfir litlu fylgi í skoðanakönnunum, og miklum mótbyr. Menn fara alltaf á taugum. Það er bara vandamálið hjá sumum flokkum – að geta ekki staðið í lappirnar. Enda eru þetta oft ekki neinir flokkar, þetta er bara einhver hópur manna sem hefur ekkert bakland og hefur ekkert súbstans til að standa í þessu og fer bara á taugum,

segir Brynjar. Hann segir umræðuna hafa verið afvegaleidda og nú ætli Viðreisn og Björt framtíð að láta Sjálfstæðisflokkinn sitja með málið á fanginu:

Öll þessi umræða snýst um einhverja leyndarhyggju og eitthvað samsæri, það er ekkert svoleiðis í gangi og hefur aldrei verið. Menn eru að reyna að fara eftir eðlilegum stjórnsýslureglum og eðlilegum reglum um vernd persónuupplýsinga og málið er farið að snúast um eitthvað allt annað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar