Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í ljósi þess að stjórn Bjartrar framtíðar og þingflokkur Viðreisnar, samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, hafa lýst yfir að þessir tveir flokkar styðji ekki lengur það stjórnarsamstarf.
Fundurinn verður á Bessastöðum kl. 11:00 að morgni laugardagsins 16. september 2017.