Bjarni Benediktsson ætlar að boða til kosninga sem fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll nú á fimmtatímanum. Hann segist horfa til þess að kosið verði í nóvember.
Bjarni hóf ræðu sína með á að ræða uppreista æru en hann segir þau lög algjörlega úr takt við nútíma þjóðfélag.
Margir hafa átt um sárt að binda og það hefur snert mann djúpt hvernig þeir hafa stigið fram, opnað augu okkar allra fyrir því hversu erfið og þungbær þessi mál eru,
sagði Bjarni.
Bjarni sagði að leyndin hafi hingað til verið til að hlífa brotaþolum.
Okkar hugur hefur ávallt verið hjá þeim sem eiga um sárt að binda,
sagði Bjarni. Hann sagðist aldrei hafa á neinu stigi máls haft neitt með að segja um ákvörðunartöku.
Bjarni sagði að það hefði verið áfall að frétta það að faðir sinn hefði skrifað undir meðmælendabréf fyrir Hjalta Hauksson.
Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt bréf,
sagði Bjarni og bætt við að hann hyggðist ekki ætla að verja það.
Hann sagðist ekki hafa beitt sér fyrir því að málinu yrði stungið undir stól. Hann sagði að það hafi komið sér í opna skjöldu í gær þegar Björt framtíð ákvað í gær að slíta stjórnarstarf.
„Mér var að lögum óheimilt að deila upplýsingum um þetta mál og ég greip fyrsta tækifæri til að greina samstarfsmönnum mínum frá þessu og í þriðja lagi hlýtur það að ráða úrslitum hvort málið hafi fengið einhverja sérmeðferð en ekkert af þessu átti við,“ sagði Bjarni.
Þá skaut Bjarni á Bjarta framtíð fyrir þá ákvörðun að slíta stjórnarsamstarfinu.
Sagði Bjarnir að nú þyrfti sterka stjórn sem myndi ekki leggjast eins og strá í vindi. „Hún má gjarnan vera með góðan meirihluta.“
Þá sagðist hann hafa rætt við stærstu flokkanna sem Bjarni taldi líklegt að hægt væri að vinna með. Birgitta Jónsdóttir greindi frá því á sama tíma og ræðan fór fram að Bjarni hefði ekki nálgast Pírata.
„Við erum stödd eftir kosningarnar 2016. Það eru sömu skilyrðingarnar, sömu fyrivararnir og það er engin leið að láta dæmið ganga upp.“
Bjarni ákvað því að best væri að boðað verði til kosninga hið fyrsta og líklega hægt að ná sátt um að kjósa í nóvember.
„Við eigum að ganga til fundar við kjósendur í þessu landi. Treysta fólkinu í landinu til að kjósa nýtt þing sem treystir sér ti að standa með fólkinu.“