fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Þingmaður Pírata tók mynd í þingsal: „Það er ekkert í lagi“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin sem Björn Leví tók í gærkvöldi.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að hann hafi vitað fullvel að hann væri að brjóta reglur Alþingis með því að taka ljósmynd í þingsal, en það töluverður sé eðlismunur á myndinni sem hann tók og myndinni sem tekin var af Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra í sumar, en hún olli nokkru fjaðrafoki.

Sjá einnig: „Plebbalegt og heimskt“ – Björt hlær að gagnrýninni

Á myndinni sem Björn Leví tók í gærkvöldi má sjá mótmæli sem voru skipulögð af Ungum jafnaðarmönnum þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Var þar veifað fána sem á stóð Virðið barnasáttmálann til að vekja athygli á máli Mary og Haniye, sem að öllu óbreyttu stendur til að senda úr landi á næstunni.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pirata.

Umræðan um myndatökur í þingsal komust í hámæli í sumar í kjölfar myndatöku Bjartrar Ólafsdóttur umhverfisráðherra þar sem hún sat fyrir á kjól inni í þingsalnum. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis sagði þá í samtali við Fréttablaðið að myndatökur í einkaþágu inni í þingsalnum væru óheimilar, hvort sem væri á þingfundi eða ekki. Björt benti á í kjölfarið að í hennar tilviki hafi myndavélin sjálf ekki verið inni í þingsalnum.

Kemur til greina að fá fánann lánaðan

Aðspurður hvort það sé í lagi að taka myndir í þingsal segir Björn Leví:

Nei nei, það er ekkert í lagi. Í tilvikinu hjá Björt þá er skýr munur hver er tilgangur myndarinnar. Þarna var í raun og veru eina tækifærið sem ég hafði, ég gat ekki hlaupið út úr þingsalnum til að taka myndina úr hliðarsal, sem ég hefði mátt, það voru bara svo margir sem sátu fyrir framan mig þannig að ég skellti einni mynd þaðan sem ég sat og gerði það í fullri vitneskju um það að sé almennt séð ekki leyfilegt,

segir Björn Leví í samtali við Eyjuna. Hann segir að hann hafi viljað eiga ljósmynd af mótmælunum, sem hann vissi ekki að væru á vegum Ungra jafnaðarmanna, til að eiga sem sögulega heimild. Björn segir að hann sé sammála mótmælendunum hvað varðar stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda, hann segir ómannúðlegt að senda börn frá Íslandi í öryggisleysi og hefði ekkert á móti því að veifa fána sem á stæði Virðið barnasáttmálann:

Það kæmi jafnvel til greina að fá hann lánaðan vera með hann inni í þingsal, kannski sem skikkju á bakinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?