fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Icelandair Group til stuðnings flugvallarandstæðingum?

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Samsett mynd/DV

Ögmundur Jónasson skrifar:

„Við höfum ekki kannað áhuga erlendra aðila á Hvassahrauni sérstaklega,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í viðtali við Morgunblaðið í dag. Fyrirtækið sé enn að kanna með sjálfstæðum hætti hvort hentugt geti verið að gera flugvöll í Hvassahrauni í Vogum.

Kannanir okkar ná eingöngu til stærri véla. Ekkert hefur komið fram sem mælir gegn Hvassahrauni hvað stærri vélar varðar. Kanna þarf á sambærilegan hátt með minni vélar,“segir hann.„Við tókum þessa vinnu áfram íframhaldi af Rögnunefndinni svokölluðu …

Það er nefnilega það. Icelandair Group er að íhuga hvort skattgreiðendur og aðrir gjaldendur eigi að gera nýjan alþjóðlegan flugvöll í Hvassahrauni. Á endanum yrðum það að sjálfsögðu við, skattgreiðendur og notendur/gjaldendur, sem borguðum brúsann.

Nokkrar spurningar vakna við þessar vangaveltur þeirra hjá Icelandair Group og læt ég þá vatnsmengunarmál liggja á milli hluta að sinni þótt þau skipti að sjálfsögðu höfuðmáli.

1) Er það ekki rétt hjá mér að Hafnarfjarðarbyggðin sé að teygja sig í áttina að Hvassahrauni? Er þetta ekki sami Björgólfur sem ásamt Wow forstjóranum Skúla, er að íhuga hvort þeir taki ákvörðun um að gera Ísland að miðstöð fyrir flug á norðurhveli jarðar? Þykir greinlega ekki alveg nóg að fá milljónirnar sem þegar stinga hér niður fæti. Verður nokkuð pláss fyrir nýja byggð ef þeir flugfélagarnir ákveða svo?

2) Auðvitað er erfitt að komast hjá því að byggja á eldfjallasvæði á Íslandi en setur maður nokkur hundruð milljarða í flugvöll beinlínis ofan á slíku svæði, reisir maður flugstöð og leggur flugbrautir í Hvassahrauni? Ég bara spyr.

3) Hafa menn hugleitt málið út frá sjónarhóli fegurðarinnar? Flugvallarsvæði Björgólfs þykir mér vera perla að hafa fyrir augum. Sífellt fleiri Íslendingar átta sig á því hve miklu máli skipta hughrifin sem gestkomandi fólk verður fyrir við komuna til landsins. Það lærðu Norðmenn þegar þeir futtu sinn flugvöll til Gardemoen og aka nú um litlaust heiðarlandslag í stað strandlengjunnar við Oslófjörðinn.

4) Er Keflavíkurflugvöllur ekki frábært flugvallarsvæði og gildir ekki hið sama um Reykjavíkurflugvöll? Eru það ekki yfirvöldin sem eru vandamálið fremur en flugvellirnir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga