fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð hjólar í Bjarna Ben: Hvers vegna er þá ekki komið á heilbrigðu fjármálakerfi?

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 13. september 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir það skjóta skökku við að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sé hissa hversu mikið af skattfé bresks almennings var lánað bönkum sem voru illa reknir þegar núverandi ríkisstjórn hafi viljað gefa gjaldþrota banka peninga skattgreiðenda. Haft var eftir Bjarna í viðtali á Sky að þar sem alþjóðlegar fjármálakrísur hafi orsakað efnahagslegan samdrátt oftar en einu sinni í sögunni þá gangi hann út frá því að það muni endurtaka sig, sagði hann einnig að það að fangelsa bankamenn hefði grætt sár þjóðarinnar og að það hafi verið of lítið gert annarsstaðar til að rannsaka möguleg sakamál.

„Það kemur mér á óvart hversu mikið af féi skattborgara var notað til að bjarga einkafjárfestingum, sem var gert með því að gefa illa reknum bönkum fé, og það kemur mér einnig á óvart sú staðreynd að lítið var gert í öðrum löndum í að rannsaka og hugsanlega sækja til saka þá sem brutu lögin,“

sagði Bjarni í viðtalinu við Sky. Sigmundur Davíð vekur athygli þá þessum þrem atriðum á Fésbók og segir:

Gott og vel. En hvernig getur hann sagt þetta á sama tíma og íslensk stjórnvöld hafa lagt sig í líma við að þjónusta marga þeirra áhættusæknustu og grófustu í breska fjármálageiranum? Þ.e. vogunarsjóðina sem hafa fengið sérkjör í gjaldeyrisútboðum og svo sérstaka aðstoð, og gæðastimpil forsætis- og fjármálaráðherra, við að eignast Arionbanka.

Í öðru lagi þá skjóti það skökku við að Bjarni sé hissa hversu mikið af skattfé bresks almennings var lánað bönkum sem voru illa reknir þegar leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi viljað gefa gjaldþrota banka peninga skattgreiðenda:

Fjármálaráðherrann stofnaði meira að segja sérstök samtök um það,

segir Sigmundur Davíð. Í þriðja lagi, varðandi hugsanlega bankakreppu, segir Sigmundur:

Ef von er á annarri bankakrísu vegna græðgi fólks hvers vegna var þá ekki haldið áfram með vinnu við að koma á heilbrigðu fjármálakerfi á Íslandi? Þess í stað var vinnan látin niður falla, kosningum flýtt og mynduð ríkisstjórn sem kallar það traustleikamerki að gírugir vogunarsjóðir beiti brögðum til að yfirtaka stærsta banka landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar