fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Vill fresta brottvísun Haniye og Abrahim

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. september 2017 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við dómsmálaráðuneytið, Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra að brottvísun Haniye Maleki og Abrahim Maleki verði frestað þangað til Alþingi fjallar um frumvarp flokksins um að veita þeim íslenskan ríkisborgararétt.

Sjá einnig: Samfylkingin leggur fram frumvarp um veita stúlkunum ríkisborgararétt

Líkt og Eyjan greindi frá í gær mun Samfylkingin leggja fram frumvarp um að veita þeim ríkisborgararétt, en þar sem borist hafi fregnir að vísa eigi þeim úr landi á fimmtudaginn kl. 11:30 vill Logi að því verði frestað þangað til frumvarpið verður tekið fyrir:

Ég trúi því aldrei að það verði gert á meðan frumvarp um að veita þeim ríkisborgararétt bíður afgreiðslu Alþingis,

segir Logi á Fésbók. Óljóst er hver niðurstaðan verður á Alþingi, en þrír stjórnarþingmenn hafa þegar lýst því yfir að þeir styðji áframhaldandi veru þeirra hér á landi. Hefur Logi sent dómsmálaráðuneytinu, Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra svohljóðandi bréf:

Óskað er eftir því að ákvörðun um að vísa Haniye Maleki og Abrahim Maleki úr landi verði ekki framkvæmd áður en alþingsmenn hafa fengið tíma til þess að fjalla um frumvarp um að þeim verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarpið verður lagt fram um leið og 147. löggjafarþing verður sett þann 12. september.

Óskin er sett fram í kjölfar frétta um að flytja eigi fyrrnefnd feðgin úr landi.

Það er eðlilegt og mannúðlegt að þau verði ekki flutt úr landi fyrr en alþingi, sem hefur heimild að lögum til veitingu ríkisborgararéttar, hefur fjallað um málið. Þá væri með brottvísun þeirra nú brotið gegn meðalhófi.

Nefna má að fordæmi er fyrir því að Alþingi veiti ríkisborgararétt með skjótum hætti, t.d. þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt árið 2005. Þá afgreiddi Alþingi málið á innan við sólarhring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar