fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Sóley: Ef Jón Þór væri kona myndi ferlinum ljúka snögglega

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 1. júní 2017 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Tómasdóttir

Sóley Tómasdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar segir að ef kona hefði misst stjórn á skapi sínu líkt og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata gerði á þingfundi í dag myndi ferli hennar í stjórnmálum líklegast ljúka mjög snögglega.

Reiði Jóns Þórs og blótsyrði í pontu Alþingis hefur vakið mikla athygli og hefur verið fjallað um málið á flestum ef ekki öllum vefmiðlum. Í orðaskiptum Jóns Þórs við Birgi Ármannsson þingmann Sjálfstæðisflokksins um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt sagði Jón Þór að hann væri ósáttur með hvernig staðið hefði verið að málum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og kallaði hann eftir meiri tíma til að vinna úr tillögunni.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Mynd/DV

Í miðri ræðu Jóns Þórs heyrðist hlátur úr þingsal og missti hann stjórn á skapi sínu:

„Þingmaðurinn hlær. Þingmenn verða að átta sig á því að á þetta þing veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn og við þurfum fokking tíma til þess að geta unnið þetta mál!“

Þingforseti sló í bjöllu og Jón Þór baðst afsökunar á orðum sínum.

Sóley segir á Fésbókarsíðu sinni að miðað við reynslu sína þá myndi pólitískur ferill konu ljúka snögglega ef hún hefði misst stjórn stjórn á skapi sínu líkt og Jón Þór:

Í ljósi reynslunnar er athyglisvert að velta fyrir sér afleiðingum þess ef einhver kona myndi einhvern tímann missa svona stjórn á sér í ræðustól. Líklegast myndi hennar pólitíska ferli ljúka mjög snögglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa