fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Ný skýrsla: Segja ráðamenn í Kreml eiga í samstarfi við skipulögð glæpasamtök í Evrópu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. maí 2017 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Í nýrri skýrslu frá hugveitunni European Council on Foreign Relations er fjallað um tengsl rússneskra ráðamanna við starfsemi skipulagðra glæpastarfsemi í Evrópu. Fram kemur að þetta sé mikil ógn sem verið að bregðast við. Samkvæmt tölum frá Europol standa rússneskir glæpamenn á bak við um þriðjung af heróínsölu í álfunni, stóran hluta af mansali og megninu af ólöglegum vopnainnflutningi. Í skýrslunni er haft eftir rússneskum glæpamanni að í þessari starfsemi glæpasamtakanna mætist það besta frá tveimur heimum. Frá Rússlandi komi styrkurinn og öryggið en í Evrópu sé það velmegunin og þægindin.

Fram kemur að á undanförnum 20 árum hafi áherslur skipulagðra rússneskra glæpasamtaka í Evrópu breyst mikið. Í dag fari minna fyrir þeim á götunni en þeim mun meira baksviðs. Rússneskir glæpamenn séu bandamenn, leiðbeinendur og sjá evrópskum glæpagengjum og glæpahópum fyrir því sem þau þarfnast. Rússneska ríkið sé sjálft mjög glæpavætt og samspil „undirheimanna“ og „efri laga stjórnmálanna“ hafi orðið til þess að stjórnvöld noti glæpasamtök stundum í starfi sínu.

Skipulögð rússnesk glæpasamtök hafi meðal annars komið að peningaþvætti, tölvuárásum, þau hafi komið að því að styrkja pólitísk áhrif, þau hafi komið að mansali og smygli á vörum og hafi jafnvel séð um morð fyrir hönd ráðamanna í Kreml. Skýrsluhöfundar segja að evrópsk stjórnvöld verði að horfa á þetta með þeim augum að hér sé um beina öryggisógn að ræða ekki síður en hefðbundna afbrotastarfsemi.

Í skjali frá bandaríska sendiráðinu í Moskvu, sem var birt af Wikileaks, kom fram að rússneska ríkið og mafían ættu í samstarfi og að glæpamenn nytu verndar ríkisins. Í skýrslu European Council on Foreign Relaitons kemur fram að skipulögð glæpastarfsemi sé nú orðin vopn í stríði Rússlands gegn Vesturlöndum. Rússneskir glæpamenn eru sagðir hafa náð góðri fótfestu í ríkjum eins og Tékklandi, Ungverjalandi, Litháen, Frakklandi og Portúgal.

Skýringamynd af tengslum Kreml við skipulagða glæpastarfsemi. Mynd: ECFR

Heimildarmaður innan vestrænnar leyniþjónustustofnunar sagði skýrsluhöfundum að rússnesk yfirvöld virðist hafa gott tak á rússnesku glæpamönnunum.

Í skýrslunni eru nefnd nokkur dæmi um hvernig rússnesk yfirvöld virðast vinna með glæpagengjum.

Brottnám á eistneskum lögreglumanni sem var að koma upp um smyglstarfsemi sem rússneska öryggisþjónustuan FSB tengdist.

Glæpahópar séu nýttir til að smygla fólki og vopnum yfir landamæri þegar það hentar ráðamönnum í Kreml. Dæmi um þetta megi sjá í valdaránstilrauninni í Svartfjallalandi síðastliðið haust.

Leigumorðingjar eru sagðir hafa verið ráðnir til starfa til að myrða þá sem teljast ógn við Rússland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu