fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Það er ekki hægt að breyta eðli Reykjavíkurborgar

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir yfirvöld í Reykjavík standa í vegi fyrir auknu framboði á húsnæði með öfgakenndri innleiðingu stefnunnar um þéttingu byggðar. Í grein Sigmundar Davíð, sem ber heitið Lausn húsnæðisvandans og er í tveimur hlutum, segir Sigmundur að margt sé til í kenningum um hagkvæmni þéttrar byggðar. Til dæmis geti íbúi í miðborg Kaupmannahafnar komist vel af án þess að eiga bíl:

Miðbær Kaupmannahafnar byggðist áður en bílar komust í almannaeigu. Reykjavík byggðist hins vegar fyrst og fremst sem úthverfaborg og er hönnuð sem slík. Það er ekki hægt að breyta borginni eftir á í ítalska endurreisnarborg. Þegar reynt er að breyta eðli borgar eftir á getur það leitt til þess að hún virki hvorki sem úthverfaborg né sem þétt byggð,

Mynd/Getty

segir Sigmundur og tekur dæmi. Hverfin í Reykjavík voru tengd stofnæðum gatnakerfisins, en ef byggð er troðið inn í gróin hverfi ráða tengingarnar ekki lengur við  að anna umferðinni og sem leiðir til umferðarteppu. Nýbyggingarnar laða svo til sín fólk úr öllum áttum, en með fáum bílastæðum þá verður til aðflæðisvandi:

„Besta dæmið um þetta er auðvitað glórulaus áform um að troða megninu af heilbrigðisþjónustu landsins á umferðareyju við Hringbraut.“

Kostnaðurinn spilar einnig inn í, mun dýrara og seinvirkara we að byggja á þéttingarreitum en í nýjum hverfum:

Loks hefur útfærsla Reykjavíkurborgar á þéttingarstefnunni leitt af sér stóraukið ójafnvægi á markaðnum þar sem menn keppast um að fá að henda til gömlum húsum eða rífa þau í miðbænum til að geta svo kreist út úr borginni eins marga fermetra byggingarmagns og hægt er að troða á lóðir á þéttingarsvæðinu 101 Reykjavík.

Afleiðingin er stórskaðleg fasteignabóla miðsvæðis í Reykjavík en á sama tíma nýtist hin mikla eftirspurn ekki til að koma af stað góðum nýbyggingarverkefnum annars staðar vegna þess að þar skortir vilja borgaryfirvalda.

Lausnin sé að hverfa frá þéttingu byggðar, borgin fái að þróast þrátt fyrir það:

Stórauka þarf lóðaframboð á nýbyggingarsvæðum og bjóða upp á fjölbreytilega uppbyggingarmöguleika. Vilji menn nýta kosti þéttrar byggðar og svara eftirspurn eftir íbúðum í slíkri byggð, sem full ástæða er til, ætti að skipuleggja slík hverfi og byggja þau þannig frá grunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu