fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Mikael hjólar í Þóru Margréti: „Eina sem þau þekkja er peningar“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Margrét Baldvinsdóttir og Mikael Torfason. Samsett mynd/DV

„Firring yfirstéttarinnar á Íslandi nær nú hæstu hæðum. Þóra Margrét Baldvinsdóttir, forsætisráðherrafrú landsins, er komin með sinn eigin sjónvarpsþátt.“

Þetta segir Mikael Torfason rithöfundur og einn forsvarsmanna Sósíalistaflokks Íslands, sem verður formlega stofnaður 1.maí næstkomandi. Á Fésbókarsíðu í sinni gerir hann þátt Stöðvar 2 Falleg íslensk heimili sem eru í umsjá Gullu Jónsdóttur arkitekts, Helga Ómarssonar ljósmyndara og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa, tekur Mikael Þóru Margréti sérstaklega út fyrir sviga og segir:

Þar heimsækir hún aðra Panamaprinsa en manninn sinn og dáist að því hvað þeir eiga falleg heimili. Í þessum þætti hér er hún heima hjá Sigurði Gísla Björnssyni. Hann er á okkar framfæri eins og svo margir ofsaríkir. Hann virðist lifa á kerfinu og er því svokallaður kerfisfræðingur. Sigurður Gísli stofnaði Panamafélag sitt í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca og slóð mörg hundruð þúsund evra liggja þangað.

Segir Mikael að það sem hafi borið mest til tíðinda í þessum þætti væri það að þáttastjórnendur væru svo meningarsnauðir að þau sæu ekki að þessi Sigurður Gísli væri búinn að sanka að sér rjómanum af íslenskri myndlistarsögu:

Hin ríku vita auðvitað ekkert um list. Þau vita ekkert um menningu. Eina sem þau þekkja er peningar. Um það snýst þessi nýi þáttur hennar Þóru Margrétar. Og við, Íslendingar, eigum auðvitað að passa okkur að vera ekki með neina öfund þegar verið er að arðræna okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun