Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu var nú áðan sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum ákæruvaldins þar sem hann var sakaður um að hafa staðið fyrir hatursáróðri á stöðinni.
Málið snerist um orðræðu um hinseginfræðslu í skólum sem féllu í símatíma Útvarps Sögu.
Pétur er að greina frá þessum dómsniðurstöðum á útvarpsstöðinni, nýkominn úr Héraðsdómi.
Þetta er sigur fyrir tjáningarfrelsið,
segir Pétur í samtali við Arnþrúði Karlsdóttur í útsendingu á stöðinni.
Della frá upphafi til enda,
segir Arnþrúður og slær þannig botninn í málið.