fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Lögbann sett á nýtt ferðabann sem Donald Trump setti

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. mars 2017 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Alríkisdómari á Hawaii setti í gær lögbann á nýja útgáfu ferðabanns sem Donald Trump undirritaði nýlega. Ferðabannið nær til ferða ríkisborgara sex ríkja til Bandaríkjanna. Trump segir að bannið sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að öfgamenn komi til Bandaríkjanna en dómarinn dró gögn ríkisstjórnarinnar um þetta í efa og setti lögbann á ferðabannið.

Úrskurður dómarans kom nokkrum klukkustundum áður en bannið átti að taka gildi. Samkvæmt því verður fólki frá Íran, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen bannað að koma til Bandaríkjanna og á það jafnt við um ferðamenn sem flóttamenn. Dómarinn, Derrick Watson, sagði að „setja megi spurningamerki við gögn ríkisstjórnarinnar sem eiga að rökstyðja bannið“.

Úrskurður hans kemur í veg fyrir að ferðabannið taki gildi í dag. Trump brást að vonum illa við úrskurði dómarans og sagði hann vera dæmi um „áður óþekktan lagalegan yfirgang“. Hann sagði einnig að úrskurðurinn muni láta Bandaríkin líta „veik“ út og sagðist reiðubúinn til að fara með málið alla leið fyrir hæstarétt ef þörf krefur.

Nokkur ríki hafa reynt að koma í veg fyrir gildistöku bannsins og í gær fór málflutningur fram fyrir dómstólum í Maryland, Washington-ríki og Hawaii um hvort bannið ætti að taka gildi. Á Hawaii voru þau rök færð fram fyrir dómstólnum að bannið mismunaði á grundvelli þjóðernis og myndi koma í veg fyrir að ættingjar fólks frá umræddum sex löndum gætu komið til Hawaii að heimsækja ættingja sína.

Sky-fréttastofan segir að því hafi einnig verið haldið fram að bannið myndi hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og möguleikana á að ráða útlendinga til starfa sem og myndi þetta draga úr möguleikum námsmanna á að stunda nám í Bandaríkjunum.

Derric Watson var skipaður dómari af Barack Obama 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“