fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Japanir senda stærsta herskip sitt í Suður-Kínahaf: Getur ýtt undir deilurnar við Kína

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Izumo. Mynd: Wikimedia Commons

Japanir ætla að senda stærsta herskip sitt, tundurspillinn Izumo, í þriggja mánaða úthald í Suður-Kínahafi. Skipið á að fara framhjá Taívan, Malasíu, Víetnam og Filippseyjum en tekur einnig þátt í heræfingum með bandarískri flotadeild sem er á svæðinu. Hætt er við að þetta muni auka á spennuna á milli Kína og Japan vegna deilna um yfirráð í Kínahafi.

Kínverjar gera kröfu til yfirráða yfir stærstum hluta Suður-Kínahafs og hafa meðal annars byggt nokkrar eyjar sem þeir geta notað ef til hernaðarátaka kemur við ríki eins og Víetnam og Taívan en þau gera einnig kröfu um yfirráð á svæðinu og njóta stuðnings Bandaríkjanna. Á gervieyjunum eru meðal annars lendingapallar fyrir þyrlur og eldflaugaskotpallar ef miða má við gervihnattamyndir.

Japanir gera ekki kröfu um yfirráð á hafsvæðinu en standa í deilum við Kína vegna yfirráða yfir hafsvæði í austanverðu Kínahafi. Jótlandspósturinn hefur eftir Liselotte Odggard, sem sérhæfir sig í rannsóknum á öryggispólitík í Asíu, að margt sé líkt með þessum tveimur fyrrgreindum deilum.

Hún segir að ef Japan sendi herskip í Suður-Kínahaf þá megi líta á það sem meira en bara samúðaryfirlýsingu með þeim þjóðum sem deila við Kína um yfirráð á hafsvæðinu. Hún segir að Kínverjar muni örugglega líta á þetta sem mikla ögrun og að þetta muni hafa í för með sér aukna hervæðingu þeirra á svæðinu.

Hún segir að hvorug þjóðin vilji þó að til átaka komi og þá sérstaklega ekki Kína því stríð við Japan þýði stríð við Bandaríkin og kínverski herinn myndi að öllum líkindum ekki geta unnið slíkt stríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi