fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Bandaríkjamenn ánægðir með ræðu forsetans

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 1. mars 2017 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti, fyrir aftan hann til vinstri er Mike Pence varaforseti, til hægri er Paul Ryan forseti þingsins. Mynd/EPA

Stuðningur Bandaríkjamanna við Donald Trump forseta landsins jókst í kjölfar stefnuræðu hans á Bandaríkjaþingi í nótt, sýna kannanir að ánægja landsmanna með forsetans jókst nokkuð eftir að hann sagðist munu fylgja harðri stefnu gagn­vart ólög­leg­um inn­flytj­end­um í land­inu á efnahagslegum forsendum. Hét Trump því í stefnuræðunni að end­ur­vekja þjóðarstolt banda­rísku þjóðar­inn­ar og stuðla að efnahagslegum umbótum.

Mynd/EPA

Ræða Trump var nokkuð lágstemmdari en oft áður og var hann yfirvegaður þrátt fyrir að fátt nýtt væri á dagskrá. Gagnrýndi hann hótanir í garð gyðinga í Bandaríkjunum og fordæmdi hann morð Bandaríkjamanns á ind­versk­um inn­flytj­anda í Kans­as, en maðurinn hélt því fram að með morðinu væri hann að vernda land sitt gegn Írönum.

Sagði Trump að með inn­flytj­enda­lög­um væri hægt að hækka laun Bandaríkjamanna, hjálpa atvinnulausum, tryggja meira öryggi í landinu og spara gríðarlegar fjárhæðir. Trump sagðist munu setja hagsmuni Bandaríkjanna í forgang, það væri hlutverk Bandaríkjaforseta, ekki að vera í forsvari fyrir heiminn allan:

Mitt starf er ekki að vera í forsvari fyrir heiminn, mitt starf er að vera í forsvari fyrir Bandaríkin,

sagði Trump. Ítrekaði hann að áform forvera síns Barack Obama í heilbrigðismálum yrðu felld úr gildi, útgjöld til hernaðarmála yrðu aukin og að skattar, sérstaklega á millistéttina, yrðu lækkaðir umtalsvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“