fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Segir nauðsynlegt að endurnýja sjúkrabílaflotann – „Bið getur kostað mannslíf“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna (LSS)hefur sent frá sér áskorun til yfirvalda um að endurnýja sjúkrabílaflotann, sem kominn er til ára sinna og þarfnast æ meira viðhalds, með tilheyrandi kostnaði. Er öryggi bæði sjúklinga og starfsmanna sagt í hættu. Bifreiðar þær sem notaðar séu, eru sagðar henta illa til að veita bráðveiku fólki og slösuðu lífsnauðsynlega aðstoð. Stefán Pétursson er formaður LSS. Hann kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum:

 

 

„Við sendum frá okkur ályktun í september en það gerist ekki neitt. Mér skilst að í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekkert talað um endurnýjun sjúkrabílaflotanns. Þetta gengur auðvitað ekki til lengdar,“

segir Stefán.

 
Vægi utanspítalaþjónustu hefur aukist gríðarlega í kjölfar breytinga og skerðinga á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Stefán segir að menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna hafi aukist mikið á undanförnum árum og að ábyrgð og krafa um inngrip og þjónustu hafi einnig vaxið í takt. En verulega skorti á samráði um val sjúkrabifreiða sem keyptar eru til landsins.

„Þessir minni bílar henta ágætlega til millistofnanaflutninga. En þegar tveir sjúkraflutningamenn, hjúkrunarkona og læknir eða ljósmóðir þurfa að sinna sjúklingi, þá er þetta orðið ansi þröngt. Það eru auðvitað til bílar sem eru smíðaðir og hannaðir með það í huga að vera sjúkrabílar. Þeir eru með öflugri bremsur og þessháttar. Það er auðvitað gríðarlegt álag á svona bíla, sem keyra hraðar og slitna meira en hefðbundnir bílar. Flestir okkar bíla í dag eru mjög mikið keyrðir, ég held að yngsti bíllinn hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja sé keyrður um 200 þúsund kílómetra. Kostnaður á viðhaldi slíkra bíla er auðvitað ansi mikill.“

Stefán segir málið alvarlegt. Hann vill þó ekki staðfesta að núverandi ástand hafi kostað mannslíf.

„Ég veit ekki til þess nei og ætla ekki í þannig vegferð. En við munum jú eftir fréttaflutningi um bilun sjúkrabíls á Sólheimasandi nú í september. En málið þolir enga bið, bið getur kostað mannslíf.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins