fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Skatan vinsælust hjá kjósendum Miðflokksins

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 23. desember 2017 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim heldur áfram að fækka sem borða skötu á Þorláksmessu. Þetta leiðir ný könnun MMR á jólahefðum landsmanna í ljós. Alls voru 34,5% sem sögðust ætla að borða skötu í dag, Þorláksmessudag, sem er fækkun um eitt og hálft prósentustig frá því í fyrra og 7,6 prósentustiga fækkun frá því tíðni skötuáts náði hámarki í mælingum MMR árið 2013.

 

 

 

Fækkar í hópi kvenna sem borða skötu.

Sem fyrr höfðar skatan heldur til karla en kvenna, en 41% karla sögðust ætla að borða skötu á Þorláksmessu samanborðið við einungis 28% kvenna. Vel að merkja þá voru þessi hlutföll 40% á móti 32%, körlum í vil fyrir ári síðan. Virðist því sem lækkandi tíðni skötuáts sé drifin af minnkandi áhugi kvenna á réttinum.

Yngra fólk var mun ólíklegra til að segjast ætla að borða skötu en eldra fólk. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 20% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 60% í aldurshópnum 68 ára og eldri.

Fólk á landsbyggðinni var ennfremur töluvert líklegra til að segjast ætla að borða skötu en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim sem tóku afstöðu og voru búsett á landsbyggðinni sögðust 46% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 28% íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

Stuðningsfólk Miðflokksins reynsdist alveg sér á parti hvað varðar ætlanir um skötuát á Þorláksmessu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar og sögðust styðja Miðflokkinn ætluðu 54% að borða skötu í ár, borið saman við 27% stuðningsfólks Viðreisnar og 26% stuðningsfólks Pírata.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins