fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Viðhorfsvakning og áskorun kvenna í menntageiranum

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 22. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Á Íslandi, líkt og víða annars staðar í heiminum, á sér stað mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og áreitni undir myllumerkinu #églíka. Konur í mörgum starfsstéttum samfélagsins hafa stigið fram, deilt sögum og sent frá sér yfirlýsingar.

Í kjölfar yfirlýsingar kvenna innan menntageirans vill Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, koma eftirfarandi á framfæri:

Mennta- og menningarmálaráðherra tekur heilshugar undir það að konur, hvar sem þær starfa, eigi að geta unnið sína vinnu án áreitni, ofbeldis og mismununar. Í yfirlýsingunni er þess krafist að settir verði upp skýrir verkferlar hjá menntastofnunum til að takast á við kynbundna áreitni og að boðið verði upp á fræðslu fyrir starfsfólk og stjórnendur um  birtingarmyndir hennar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent fyrirspurn til stofnana ráðuneytisins um hvort þar hafi verið gert áhættumat og gefin út skrifleg viðbragðsáætlun í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í jafnréttisáætlunum er gerð grein fyrir sérstökum ráðstöfunum til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni  á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Stjórnendur menntastofnana eru hvattir til að fara yfir verkferla og gera áætlun um úrbætur fyrir starfsfólk og nemendur í skólum landsins. Þeir eru beðnir um að koma því skýrt á framfæri að kynferðisleg áreitni, ofbeldi og mismunun verði ekki liðin og að stjórnendur muni bregðast af festu við þeim málum sem upp kunni að koma.

 

Mennta- og menningarmálaráðherra tekur undir kröfur kvenna innan menntageirans um fræðslu fyrir starfsfólk og stjórnendur um birtingamyndir kynferðislegrar áreitni og kynbundinnar mismununar. Hún leggur áherslu á að fræðslan nái einnig til nemenda sem tryggja þurfi viðunandi úrræði og stuðning verði þeir fyrir hvers kyns mismunun. Áhersla verður lögð á að fyrirhuguð rannsókn á vegum félags- og jafnréttismálaráðuneytis til að meta umfang kynferðislegrar áreitni og ofbeldis, kynbundinnar mismununar og eineltis á vinnumarkaði nái einnig til menntastofnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins