fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Ingveldur og Ágúst Bjarni aðstoða Sigurð Inga

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. desember 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingveldur Sæmundsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson eru aðstoðarmenn Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Þeir eru Ingveldur Sæmundsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson. Þau hafa bæði hafið störf.

Ingveldur Sæmundsdóttir er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, hefur stundað nám í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og er nú í MBA meistaranámi við HÍ. Þá hefur hún lokið diplómaprófi í alþjóðlegri markaðshagfræði og ýmsum öðrum námskeiðum. Ingveldur hefur starfað við eigin rekstur og verið vöru- og viðskiptastjóri í fyrirtækjum á sviði rekstrarvara. Hún var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningarnar 2013 og síðan pólitískur aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra þar til í janúar á þessu ári. Undanfarna mánuði hefur hún verið aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins. Ingveldur er gift Guðmundi S. Ólafssyni hugbúnaðarsérfræðingi.

Ágúst Bjarni Garðarsson lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2013 og síðar MPM frá HR, auk IPMA-D vottunar. Ágúst Bjarni starfaði um árabil hjá Hafnarfjarðarbæ, m.a. við kennslu og síðar hjá Ölgerðinni og utanríkisráðuneytinu. Hann var aðstoðarmaður Sigurðar Inga í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og í forsætisráðuneyti árin 2015 til 2017 og hefur frá byrjun þessa árs verið skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni er í sambúð með Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar