fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Stúdentar fara fram á tvo fulltrúa í starfshópi um námslánakerfið

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. desember 2017 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS

Landssamtök íslenskra stúdenta fara fram á að fá tvo fulltrúa samtakanna í starfshóp menntamálaráðuneytisins við endurskoðun á námslánakerfinu. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem samtökin hafa sent á Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Aldís Mjöll Geirsdóttir er formaður samtakanna. Hún segist ekki hafa fengið viðbrögð frá ráðherra ennþá, en vonar að menntamálaráðherra standi við loforðið sem fyrirrennari hennar í starfi gaf þeim:

 

 

„Það hefur auðvitað verið mikil ólga vegna tíðra ríkisstjórnaskipta, en síðasti menntamálaráðherra lofaði okkur að við fengjum tvo fulltrúa í starfshópinn við endurskoðun LÍN, en sú ríkisstjórn féll tveim dögum eftir að frumvarpið var kynnt. Í þeim fjárlögum kom hinsvegar fram að þegar væri búið að stofna starfshóp um endurskoðun en þó var ekki búið að skipa fulltrúa stúdenta í hann. Í nýjum stjórnarsáttmála er gert ráð fyrir þessum starfshópi, í samráði við stúdenta og því viljum við ítreka vilja okkar, að fá tvo fulltrúa í þennan starfshóp. Stúdentar eru ekki einsleitur hópur og því viljum við tvo fulltrúa. Það er oft talað um að hafa eigi samráð við stúdenta en svo er það ekki endilega gert fyrr en eftir að vinnan hefur farið fram. Við eigum að sjálfsögðu fá að taka þátt í vinnunni frá byrjun. Það væri ekkert LÍN án stúdenta.“

 

Bréfið má lesa hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins