fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Dapurleg upprifjun

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar:

Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði
einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og bankamenn fyrir barðinu á þessum tilræðismönnum. Í viðtölum kváðust hetjurnar ekki bera neina ábyrgð á gjörðum sínum. Þeir væru
bara hver og einn eitt snjókorn í fannferginu sem á árásarþolum dundi.

Einn sagði meira að segja, að hann og félagar hans hefðu orðið þess varir að nafngreindur stjórnmálamaður tæki aðför þeirra nærri sér og hefði jafnvel hræðst þá. Þá hefðu þeir fjölgað ferðum sínum að heimili þessa einstaklings!

Það rifjast líka upp að við þessar aðstæður tóku vissir fjölmiðlar að sér hlutverk við að kynda undir þessu skrílræði. Sagðar voru fyrir fram „fréttir“ af því hvar safnast yrði saman næst til að hafa uppi háreysti og sletta málningu. Í því fólst ódulbúin hvatning til fólks að taka þátt í þessu. Svo voru með velþóknun sagðar fréttir og birtar myndir af hetjudáðunum.

Það er eins og margir í okkar góða landi átti sig ekki á þeim margvíslegu lífsgæðum sem þeir ættu að þakka fyrir. Fyrr á árinu kom út í íslenskri þýðingu bókin „Framfarir“ eftir sænskan sagnfræðing og rithöfund, Johan Norberg.
Höfundur hennar sýnir fram á að mannfólkið í heiminum býr nú við betri kjör en nokkur önnur kynslóð hefur áður gert. Þar munar miklu og er þá sama hvort litið er á efnahag, heilsufar, fæðu, menntun, frelsi eða hvað eina annað sem mannfólkið telur til lífsgæða sinna. Bankahrun breytir engu um stóru myndina, enda höfum við verið farsællega fljót að hrista afleiðingar þess af okkur.

Harmleikir

Við búum við lýðræðislegt stjórnskipulag, þar sem valdhafar eru valdir af
fólkinu. Við höfum líka sett okkur grunnreglur sem kenndar eru við réttarríki,
þar sem vernda skal frelsi okkar og mannréttindi. Þessi gæði eru ekki sjálfgefin.
Við teljum okkur samt vita um ýmislegt sem betur mætti fara. Þegar við sýnum
viðleitni til að bæta úr slíkum annmörkum er afar þýðingarmikið að við beitum
við það leikreglunum sem við höfum sett samfélagi okkar. Það er eins og
hetjurnar með málninguna skilji ekki að með aðferðum sínum grafa þeir undan
möguleikanum á að koma fram úrbótum. Þeir eru í raun að taka aðferð ofbeldis
fram yfir aðferð frjálsrar tjáningar og þátttöku í stjórnmálum.

Afleiðingar af þessu framferði hóphyggjunnar fyrir nokkrum árum hafa heldur ekki leynt sér. Meðal annars urðu dómstólar logandi hræddir við ástandið og tóku að víkja frá grunnreglum réttarríkisins til að gera upphlaupsmönnum til hæfis. Dómararnir hafa líklega óttast að málningarmenn kæmu heim til þeirra, ef þeir gegndu skyldum sínum í dómsstarfinu. Af þessu spruttu harmleikir, þar sem menn voru sviptir frelsi sínu að ólögum. Þjóðin mun átta sig betur á þessu þegar fram líða stundir alveg eins og menn eru núna að hneykslast á framferði fólksins sem tók sér stöðu fyrir utan heimili annarra og sletti jafnvel málningu á
hús þeirra.

Við ættum að reyna að læra af reynslunni og skilja að ekkert tryggir betur hagsmuni okkar en einbeiting við að virða reglur samfélagsins og vinna innan þeirra að breytingum á því sem við teljum fara aflaga.

Jón Steinar Gunnlaugsson er hæstaréttarlögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki